- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
158

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

158

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM SAFN V

stórar og þessar, og jafn nærri hver annari, myndu af
metnaði hafa stælt hvor aðra í því, sem markvert þókti,
og þá einnig i þessu. Það verður að telja vist, að
Kirkju-bæjarkirkja hafi verið með bæði austur- og vesturkór,
og það er eptir málavöxtum litil ástæða til að efast um,
að eins hafi verið um Þykkvabæjarkirkju.

Pó að það ekki beinlínis komi þessu máli við, er
ekki ófróðlegt að athuga uppruna þessa einkennilega
byggingarlags, og skal það tekið fram, að sá, er þetta
ritar, er Dietrichson gjörsamlega ósammála um tilgátu
hans þessu máli viðvíkjandi, og var hennar getið fyrir
skemstu. Svo er mál vaxið, að sé kirkja helguð tveimur
samstæðum dýrlingum, hefur frá öndverðu verið siður,
og er enn, að helga háaltarið báðum *), og hefur það
ekki valdið erfiðleikum fremur enn það, að kirkjan væri
nefnd eptir báðum, sem alsiða var og er. Stundum var,
og er enn siður að helga háaltarið engum — nema
auð-vitað guði —, og nafndýrlingum hvorum sitt útaltarið,
á sama hátt og venja er til að helga hinum öðrum
verndurum kirkjunnar hvorum sitt útaltarið, ef ástæður
leyfa. En þó að það vitanlega gæti komið fyrir, að
tveim samstæðum dýrlingum væri helgað sitt altarið
hvorum, og þá eins þó annað altarið væri háaltarið
og hitt á vesturkór, þvi þess eru dæmi, er það engin
skýring á fyrirbrigðinu, og er réttu skýringuna
áreiðan-lega annarsstaðar að finna. Eins og kunnugt er og
drepið hefur verið á, lágu kirkjur optast og liggja enn
i austur og vestur, og er það fyrir þá sök, að musterið
í Jerúsalem sneri i þessar áttir, og var helgidómurinn
i vesturendanum og dyrnar i austurendanum2). Var
skipun kirkna á fyrstu öldum kristninnar hin sama,

1) Aö ekki hafl verið ótitt i Noregi að helga sama altari
fleirum enn einum, og pað ósamstæðum dýrlingum, sést á pví
að altarið, sem var i suðurstúku pverhússins i
Prándheims-dómkirkju, hafði Eysteinn erkibiskup vigt »vorum herra Jesu
Kristi og hinum blessaða Jóni baptista, Vincentio pizlarvotti og
Sylvestro til dýrðar«. Krefting bls 13. Fetl bls. 43. 2) Omrids
bls. 14.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0554.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free