- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
173

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6 ’ í hjaltadal 173

um« og er breytingin bersýnilega gjörð til þess, að
gjöra bómilíu þessa aðgengilega norskum mönnum, sem
vitanlega hafa átt bágt með að hugsa sér torfkirkju ■),
sem þeir aldrei hafa séð og kannske aldrei he^rt getið
um. Þvi hefur verið haldið fram hér, að algengara hafi
verið, að torfkirkjur væru kórlausar og með forkirkju,
en að þær væru forkirkjulausar og með kór. En nú er
kirkja sú, sem lýst er i hómiliunni, einmitt með kór,
°g er ekki getið forkirkju i sambandi við hana. Þetta
kynni fljótt á að lita virðast hnekkja þessari skoðun,
þvi vitanlega verður að gjöra ráð fyrir, að kirkja sú,
sem lýst er, sé eins og kirkjur voru upp og ofan. Hér
kemur þó annað til greina, sem veldur þvi að
kirkj-unni er Iýst einmitt með þessum ummerkjum, þó að
ekki væri það algengasta fyrirkomulagið. Það eru hinar
feikna mörgu og þýðingarmiklu symbólsku merkingar,
sem í kórinn og einstaka parta hans voru lagðar, og varð
Þeim illa slept úr, nema því að eins að hómilían hefði
niist svo að segja kjarnann allan, og orðið miklu
áhrifa-°g bragðminni. Forkirkjunni var aptur á móti að þessu
leyti sára litill slægur i. 1 hana var, af því að hún er
eiginlega ekki partur sjálfrar kirkjunnar, lögð lítil
sym-bólsk merking (venjulega látin merkja
hreinsunareld-lnn, ef kirkja sjálf var látin merkia paradís). Það var
Þvi óhætt að sleppa henni. Hómilian hrekur því að
þessu leyti ekki neitt, sem áður hefur verið sagt. En
^eð þessu sýnir hómilían þó eitt, að ekki geti verið
11 ni það að ræða, að hér sé lýsing á norskri stafkirkju,
þvi að af þeim, sem enn eru við lýði, er ekki nema ein
forkirkjulaus0), og mundi því húsi varla hafa verið
slept i lýsingu norskrar kirkju, þar sem það var svona
algengt.

D Hóm. II, 132. línu 8—9. 2) Að torfveggir í húsum í fyrri
da8a hér á landi hafi verið með sama hætti og enn er títt, sést
•D. I. VII, 460: «veggina báða og gaflhlaðið með stein og torf
traustlega hlaðið«. 3) Stafkirkj an á Rinde í Sogni. Fett
upp-«ráttur 5, en hún var með stöpli, er kom í forkirkju stað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0569.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free