- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
172

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

172

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

SAFN V

af því að málfræðingar einir hafa fjallað um. Af
þess-ari ástæðu hefur útgefanda norsku hómiliubókarinnar
orðið það á, að segja rangt til um hvaðan bókin sé
runnin. Hefði hann athugað menningarsögulegu hliðina,
hefði það ekki átt að geta komið fyrir hann.

í islenzku hómiliubókinni
(Stokkhólmshómiliubók-inni) er ræða á kirkjuvigsludag (in dedicatione
ecclæ-siæ)J), kölluð »kirkjudagsmál«, og i norsku
hómilíu-bókinni er kafli »in dedicatione templi sermo«, sem
með afarlitlum mun er svo að segja orði til orðs
sam-hljóða kaflanum í islenzku bókinni2). Brot af
kirkju-dagsmálum þessum er einnig prentað i »Leifar fornra
kristinna fræða islenzkra«3). í ræðunni er allnákvæm
lýsing á islenzkri torfkirkju. Þar eð torfldrkjur
tiðkuð-ust ekki í Noregi, hlýtur hér að vera um frumsamda
lýsingu á íslenzkri 12.—13. aldar torfkirkju að ræða,
og ræðan i norsku hómilíubókinni hlýtur að vera
ís-lenzk, og þar af leiðir að öll svonefnda norska
hómiliu-bókin hlýtur að vera islenzk, en ekki norsk. Þó að
ræð-an sé hér kölluð frumsamin islenzk, skal þó ekki
for-tekið, að hún kunni að vera þýdd úr erlendu máli
mutatis mutandis að þvi er snertir kirkjulýsinguna, svo
að hún væri i samræmi við hérlent byggingarlag, og
óbrotnum áheyranda skiljanleg4). Lýsingin gefur
all-ljósa mynd af torfkirkju, þó að vitaskuld margt vanti,
sem hefði verið byggingarfróðum manni til aukins
sldlnings.

Fyrst nefnir Stokkhólmshómiliubókin efni það, sem
kirkjan er úr smiðað. »Kirkja es gjör úr mörgum
stein-um eða trjám«, segir þar5). Hér er bersýnilega átt við
grjótið og torfið i veggjum og timbrið i innviðum
torf-kirkju. Enda orðar norska hómiliubókin þetta á annan
veg: »kirkja er gorr ór morgum samansomnuðum lut-

1) Hóm. I, 98-103. 2) Hóm. II, 131—136. 3) Leifar bls. 162
—165. 4) T. d. minnir hún allmikiö á lýsinguna i Rationale
Durandi (1237—1296) á symbólskri pýðingu hinna einstöku
kirkju-parta. Sjá Ralionale Fol. ij. fT. 5) Hóm. I, 99. linu 34—35.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0568.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free