- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
204

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

204

• DÓMKIRKJAN A HÓLUM

safn v

kröfur liafa verið gjörðar til Hólakirkju um þelta. Árið 1398
var af vinnufólki 73 manns, 49 karlmenn, en 24 kvenmenn,
á Hólum, og eru þar í ótaldir eyjamenn, torfmenn og
sláttumenn, og auðvitað vinnufólk á staðarbúunum,
sem sjaldnast var heima *). Gjöri maður ráð fyrir því,
að verkafólk það, sem vantalið er, hafi verið 25, og
prestar staðarins 82), biskup niundi, og milli 10 og 20
aðkomumenn, hafa sjaldan færri verið búsettir á Hólum
•en 125 manns. Það segir sig sjálft, að þetta fólk eitt
hefur ekkert haft með svona stóra kirkju að gjöra.
Vitaskuld voru sungnar messur hvern dag á Hólum.
og það fleiri en ein3). Hvort hver prestur hafi sungið
eina messu á dag, er samt óvíst, því óskylt var það i þá
daga nema á jóladag, þá skyldi syngja þrjár ’1), en þetta
gjörðu beztu klerkar, t. d. Þorlákur biskup6), og
bisk-upar létu sér ant um að prestar syngju messu sem
optast, «skrýðist opt i messu«, segir Páll biskup6). Hitl
er þó víst, að um daga Laurentiusar biskups var
dag-lega sungin hámessa7), og hefur það sennilega verið
svo alla tið. Á Hólum voru og sungnar tíðir daga sem
nætur8), alveg eins og gjört var á klaustrum9). Það er
alveg gefið, að heimafólk á Hólum hefur ekki nærri
alt getað sótt messu daglega vegna starfa sinna, og tiðir
hafa stólklerkar, að minsta kosti hversdagslega, orðið að
syngja yfir sjálfuin sér, enda var ekki skylt að hlýða
messu nema hvern helgan dag10), eða að minsta kosti
þriðja hvern, en annars var lögð við sekt11). Pað var
og gefinn hlutur, að ekki þurfti að búast við neinni
aðsókn úr nágrenninu á virkum dögum, og var það þvi
ógnar eðlilegt, að kapellan væri einmitt höfð undir
hin-ar daglegu guðsþjónustur. Pað var bæði hentugra og
skemtilegra, og að búnaði til og bókum var kapellan

1) Talið saman eptir ráðsmanns reikningi um vinnukaup á

staðnum D. I. 111,413—419. 2) Fjórir prestar, fjórir djáknar sbr.

D. I. V, 360. 3) D. I. VIII, 732—733. 4) D. I. II, 29. 5) B. S. 1,10L

6) D. 1. I, 372. 7) B. S. I, 874. 8) B. S. I, 846. 9) D. I. I, 493’

10) B. S. I, 164. 11) D. I. III, 93.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0600.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free