- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
227

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

í HJALTADAL

227

hann sérstaklega var þeim svo kær, er ekki gott að
segja, en undarlegt er það, að það eru einmitt
vos-klæðin, sem Árni biskup, eins og á var drepið, tekur
und-an i skipan sinni um litinn á fötum presta; þau máttu
þeir bera með hvaða lit sem vildi. Það væri þvi ekki
að undra, ef tilhaldssemin væri hér á ferðinni og tældi
þá í hið litskrúðuga fat1403 gefur sira Halldór
Lopts-son sira Jörundi Eirikssyni vosstakk fótsiðan með
skinn-um fyrir að vera exsecutor testamentis sins2). 1411 gefur
Þórður djákni á dánardægri sira Árna Eyjólfssyni borinn
voskyrtil og hettu og hosur sér til bænahalds3). 1422
greiddi Katrin nokkur sira Ásgrími Snorrasyni vosstakk
með briggishnappa með vír og spensl með silfur fyrir
borð og kenslu Þorvarðar sonar sins*). 1470 ánafnar
Einar bóndi Ormsson síra Jóni Snorrasyni »stakk minn
og kápu ena útlenzkucc, og segir sig sjálft, hvernig hún
hefur verið á litinn, enda var kápan vosklæði; item
gefur hann herra biskupi Sveini skinnakápu5), og hefur
eptir þeim bókum fleiri munað i litklæðin en
lágklerk-ana. Yfir höfuð sýnist prestum helzt ekkert hafa verið
um það hugað, að vera öðruvísi búnir en annað fólk;
t. d. gefur síra Þorbjörn 1290 Pingeyraklaustri
próf-entu sína og tilskilur að hann hafi mat og klæði slikt
sem aðrir prófentumenn. En það voru ekki fötin ein,
er gátu sýnt prestskap kennimanna; það var skegg og
háralag. Þar er fyrst að nefna krúnan. Fyrsta vigsla og
laegsta, er klerkar tóku, var nefnd krúnuvigsla 6), af þvi
að biskup í henni skar hár þeirra. Eptir það rökuðu
þeir að staðaldri á sér kollinn. Hafði krúnan á sér
tölu-verða helgi; t. d. bitu járn ekki krúnu Bárðar
Snorra-sonar7). En það sýnast hafa verið nokkur vanhöld á
krúnurakstrinum, þvi Laurentius biskup þykist þurfa
að hafa mikið vandlæti um framferði lærðra manna og
hárskurð8). 1323 skipa þeir Eilífur erkibiskup og Jón

1) Vosklæðaefni hvítt og svart er nefnt í D. I. IV, 418.

2) D. I. III, 687. 3) D. I. III, 739. 4) D. I. IV, 299. 5) D. I. V,

569. C) D. I. III, 151. 7) B. S. I, 596. 8) Ibid. bls. 849.

14

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0623.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free