- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
252

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

252

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

finna, svipaðast smágerðu kamgarni. Var hér á landi
mjög notað í messuföt og ýmsa dúka.

Silki þarf ekki að lýsa; efnið er alþekt, en ofið var
það með ýmsu móti. Algengast var á miðöldunum
svo-nefnt taft *), þar sem fyrirvafi og uppistöðu var brugðið
við annan hvern þráð, eða vefur, sem á þýzku nefndist
köper, þar sem brugðið var við þriðja, fjórða, fimta
eða jafnvel sjötta hvern þráð og þar sem fyrirvafið
lá skáhalt á uppistöðuna, eða þá svonefnt brocade
(franska), þar sem fyrirvafið og uppistaðan mynduðu
ekki munstrið, heldur var það sett með ivafi, sem
ým-ist var brugðið yíir, 5rmist undir sjálft efnið, svo að
munstrið lá laust utan á efninu, og mátti ná þvi af án
þess að skemma efnið. Á brocade var úthverfa og
rang-hverfa, en hinn vefnaðurinn var eins báðum megin.
Opt nefna máldagar silkiföt, og er stöku sinnum getið
um munstur. Oddakirkja á 1488 hringahökul og annan
hökul með grænum hringum2), og virðist það
verið fat úr brocade með grænu ívafi.

Skínandi klæði. Sagt er um Auðun biskup, að hann
fengi til Hóla »góðan skrúða með hökli sæmilegum, er
skarmandi var kallaður«3), en síðar er sami hökull
kallaður »skínandi«4). Skálholtsdómkirkja átti og bökul,
er skarmendingur hét5) og er það bersýnilega sama
tóbakið. í dönsku er til orðið skrameret, sem þýðjr
gullborðalagður; er það dregið af franska orðinu
cha-marré, sem þýðir sama, en það er af fornfranska
orð-inu simarre, á fornspönsku zamarra og itölsku zimara.
Af þessu er orðið skarmandi komið. Nafnorðið
chama-rure, dregið af chamarré, þýðir útsaumaður6). Algengt
var á miðöldunum að sauma efni út með rósum, sv0

1) Braun: Paramenlik 13. 2) D. /. VII, 628. 3) B. S. I, 830.

4) B. S. I, 890. 5) B. S. I, 77. Um þelta orð hefur Aug. Geb-

hardt í Árkiv för nordisk fllologi XXV, bls. 84 ff. ritað sér-

staka grein, en mjög virðast skýringar hans hvíla á veikum
grundvelli. 6) »»chammarré« avec la broderie« Orðabók Littres,
sbr. og fornfranska orðið escarimant.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0648.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free