- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
260

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

260

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

og eru þeir báðir á dalmatikum; eru þær jafnlangar þeim»
sem að ofan hefur verið lýst, en ermarnar ná ekki
nema niður á olnboga, og hliðarklaufarnar eru mun
hærri, ná upp um mjöðm, og er þar krókurinn farinn
að beygjast til þess, sem verða vildi og nú er orðið,
því nú eru dalmatíkur með klaufar, sem ná upp úr
alla leið í handveginn, og eins eru ermarnar klofnar
að neðan upp i handveg, svo að þeim svipar að þvi leyti
til hökla, en ermarnar ná nú ekki nema aðeins niður
fyrir axlir, Eirikur Loptsson (d. 1473) hefur nú að visti
látið gjöra bríkurnar i Noregi, þvi á báðum er norsk
áletran: »Eirikur Loptsson, han eigar«, en þó má ætla»
að þetta eigi við ísland engu síður en Noreg, því það
eru einmitt slikar dalmatikur, sem Árni Magnússon
hefur séð í Skálholti og á Hólum um aldamótin 1700;
Hann lýsir þeim svo: «Dalmadika er utanhafnar
messu-klæði (svo sem fyrir hökul) af mislitu silkitöji, eða
öðru svodan. Er ekki gjörð eins og hökull, helldur er
hún jafnsið alt um kring, og á mynd sem síðhempa
órykt á öxlunum, sem skorin væri svo hátt upp i báðar
hliðar, að stiglin næði alla leið upp undir handvegi.
Ermar eru hér við örstuttar, og eitt hálsmál, sem ganga
á ofan yfir höfuðið, þvi ekkert op er framan á annað
eða neitt skorið ofan i barminn. Enginn er kross á
baki dalmatikunnar eins og á hökli. Ekki er stigl neitt
framan eða aptan i boðangana, helldur alleina í
hlið-arnar upp undir hendur, sem áður er sagt. Vidi binas*
eina á Hólum og aðra í Skálholti. Á þeirri
dalmatik-unni, sem i Skálholti er, er lagdur breidur borði frá
öxlunum og ofan að faldi bæði í bak og fyrir. Er þessi
borði í einu lagi frá faldinum upp á öxl og so ofan
að falldi hinumegin, og eru svo tvær raðir borða á
hverjum boðangi rétt niður undan öxlunum; aptur er
lagður borði yflr um þvert; gengur hann yfir um
bak-boðanginn alla götu upp við hálsmálið og svo út á
erm-arnar fremst, og gjörir svo tvo krossa. Á öxlunum gætir
þessa aptan til, en framan til eru engir krossar. Enn
framar er þessi borði lagður framan til um hálsmálið-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0656.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free