- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
259

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

NR. 6

í HJALTADAL

259

Fatið var skósitt og ermalangt. Báru djáknar það í
fornkirkjunni. Var það fyrst úr Iini og skarlati, en
þegar fram um árið 1000 leið, fór fyrir þvi eins og
öðrum yfirklæðum kirkjunnar, að það varð að skartfati
miklu; hlöðin hurfu og fatið styttist, og nú á dögum
nær það tæplega niður á hné, en hlöðin eru komin
aptur. Það er ágætlega ljóst, hvernig dalmatikur voru
hér á landi, bæði af máldögunum, sem segja frá lit
þeirra og efni, svo sem minst hefur verið áður, svo og
af samtímamyndum, sem til eru enn, og segja gjörla
til um lögun þeirra, og enn af því eina dalmatíkuslitri,
sem til er, þó illa sé með farin, og ýmsum smábrotum,
sem til eru enn. Um lögun dalmatíkna virðist aðeins
eitt hafa skilið frá þvi sem nú er, og er það
erma-lengdin, og eptir henni voru til þrjár tegundir. a)
Dal-matíkur með ermum fram á úlnlið. Á Hólafordúknum,
sem minst hefur verið á, eru sýndir biskuparnir helgu:
Þorlákur, Guðmundur og Jón. Eru þeir undir
höklun-um í dalmatíkum, er ná vel niður á kálfa, og eru
erm-arnar þröngar álika og nú gjörast karlmannsermar, og
uá þær fram á úlnliði; á báðum hliðum er stutt klauf
upp í fatið, á Iengd við klaufar á karlmannsskyrtum
oú, og hlöð á því engin. Höfuðsmáttin er kringlótt og
allvið. Á Möðruvallabríkinni er Marteinn biskup sýndur
tvivegis á samskonar dalmatiku; þó sýnist á annarri
myndinni (efst í hægra horni) eins og brett sé upp á
ermarnar eða þær hólkist upp, þvi vel skín á
serkerm-arnar fram undan; djákni Marteins er og á þeirri
mynd sýndur á samskonar fati. Til er líkneski tálgað
ör tré með farg undan Múla á Skálmarnesi; er það af
Stepháni frumvotti1), en hann var djákn að vigslu; er
hann á samskonar dalmatiku að öllu, og hafa á henni
engin hlöð verið. b) Dalmatikur með ermum, er ná
fram á olnboga. Á brikum tveim fyrir og yfir altari frá
Grund i Ej’jafirði2) er sýndur sinn djákninn á hvorri,

1) Þjóðminjas. ísl. Nr. 859. 2) Þjóðminjas. Dana Nr. 7724—5
Mynd í Wallem bls. 57.

14

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0655.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free