- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
266

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

266

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

Álptafirði1) — tigulmyndaðir, og lúta kvadratslögmáli
Macody Lunds. Hinn fjórði — Hólahökullinn — er
al-veg með renaissancesniði, og lýlur þvi ekki lögmálinu.
Lögmálið er óyggjandi, ef meta skal aldur hökla.
Höklar, er þvi lúta, eru ekki mikið yngri en frá um
1500; höklar, sem ekki lúta þvi, ekki mikið eldri en
frá um 1500. Fram yfir siðaskiptin voru höklarnir á
bak þetta 120—150 cm. á lengd. Prýddir voru
hökl-arnir með borða á jöðrum2) og i hálsveg, og efnið
saumað með rósum; svo á þrem ofannefndum höklum.
I fyrir lá stafur frá hálsmáli lóðrétt niður á fald, og
svo er á höklum þeim og myndum, sem getið hefur
verið um. Á baki var kross milli hálsmáls og falds, og
þvertré yfir lóðrétt eins og enn tiðkast; svo á þeim
fjórum höklum, sem til eru. Það var og til, að
þver-álmurnar á krossinum lágu skáhalt upp á við og yfir
axlirnar fram á brjóst og mættust þar við efri endann
á stafnum á framstykkinu. Svo t. d. á
Möðruvallabrik-inni, og er einn slikur hökulbúningur til frá
Sauðlauks-dalskirkju8). Vafalaust hefur það komið fyrir, að
hökl-arnir væru óskreyttir; t. d. er Guðmundur biskup á
óskreyttum rauðum hökli á ólafsmyndinni frá
Vatns-firði. Höklar voru optast fóðraðir, en bar þó til að svo
væri ekki4). Af höklum átti Hóladómkirkja

1374. 1) Hökla 19 betri.

2) — 21 léttari.

1396. 1) — 20 betri.

2) — 20 léttari.

1500. 1) — handa biskupi á hæstu hátíðum 8»

2) — handa prestum á stórhátiðum 8.

3) — á hátíðum 4.

4) — hæfa á smáhátíðum 6.

5) — einfalda fyrir einfaldar hátíðir og

níulestra höldB) og á virka daga 7.

1) Pjóðminjas. ísl. nr. 4501. 2) D. I. VI, 628. 3) Pjóðminjas.
ísl. nr. 2585. 4) T. d. D. I. IV, 74. 5) Vafalaust misskrift eða
lestur fyrir þriggjalestrahöld.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0662.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free