- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
265

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

265

Fat þetta var afarfallegt vegna hinna miklu fellinga,
sem á það féllu, og það hafa vafalaust fyrstu islenzku
biskupar notað. Hins vegar var það allóþjált í vöfunum
vegna þess að það féll langt fram yfir hendur. Yar því
gripið til þess að stytta axlarlinurnar; við það misti
fatið að visu hálfcirkillögunina, er það var útflett. Eins
var farið að stytta frampartinn, svo að radius cirkilsins
var aðeins að finna i lengd baksins, en kvadratslögmálið
helzt þó óbreytt, þvi ef framlengdar eru linur hinna
útflettu boðangajaðra og axlarlínurnar, kemur alt i sama
stað niður. Fyrst styttust axlarlínur, svo að fatið varð
sem kvaðrat, siðan, svo að það varð sem tígull, og náðu
axlarlínurnar þá svo sem niður á alnboga. Svo lengi
sem það lag hélzt, gengu höklarnir beint upp i hnakka
og var ekkert sniðið úr fyrir öxlum, en eptir að
axlar-linan var skroppin svo saman, að hún náði ekki niður
fyrir axlir, var tekið úr fyrir öxlunum, svo að
háls-málið lá þétt með hálsinum, sem siðan hefur haldist,
og var þar með lögmálið úr sögunni. Var það verk
renaissancestefnunnar, eins og svo mörg önnur,
breyt-ing til hins verra í kirkjulistinni. Til eru islenzkar
myndir af tveim höklasniðum. Á Hólahandlininueru
myndir af biskupum Þorláki og Jóni; eru þeir báðir á
höklum með hinu upprunalega pænulusniði.
Biskup-arnir á Hólafordúknum, Möðruvallabrikinni og
ólafs-húsinu frá Vatnsfirði eru á höklum með svo styttum
axlarlinum, að þeir eru sem kvaðrat í laginu. Og af
þeim fjórum höklum af Islandi, sem til eru úr
kaþólsk-um sið, eru þrir frá Hítardal2), Njarðvík8) og Hofi í

rök að styðjast, og hefur hann sett þær fram í ritinu »Ad
quad-ratum« Oslo 1919. Er það of langt, og pví efni er hér liggur
fyrir óviðkomandi, að lýsa pvi lögmáli, og vísast um það til
ofannefnds rits, en höfundur pess hefur aðeins athugað pað i
sambandi við kirkjuhúsin, en sá er petta ritar hefur veitt því
eptirtekt, að það á og við messufötin, og á þá óefaö við fleira af
kirkjugripum, og væri rannsókn á þvi ærið efni í ritgjörð.

1) Pjóðminjas. ísl. nr. 6028 d—e. 2) Þjóðminjas. ísl. nr.
3039. 3) Pjóðminjas. ísl. nr. 3460.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0661.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free