- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
294

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

294

DÓMKIRKJAN Á HÓLU.M

SAFN V

töflur er annars ekki getið beinlinis, og bersýnilegt á
öllu er að þær hafa verið að byrja að ryðja sér til
rúms, er siðaskiptin tóku fyrir alt saman. Þó eru
afar-miklar likur á þvi, að brik sú, sem Magnús biskup
III. Eyjólfsson lofar að leysa til sin frá Oddakirkju
fyrir 20 hundruð friðvirt, ef til stefja kæmi, svo
framt sem þær tvær hurðirnar, sem þá voru ekki
heima, kæmi heim í Odda óskemdar1), hafi verið með
þessu sniði, og hlýtur hún eptir þessum orðum að
hafa verið bákn. Væri ekki ósennilegt, að þær tvær
myndir frá Odda, sem Þjóðminjasafn íslands á2), og
bersýnilega eru úr stórri altarisbrik, einmitt væru úr
henni. Nefndur er »skorningur yfir altari«3) og þykir
Wallem vera »tvivlsom betydning«4) i því; það sýnist
þó engum vafa undirorpið, að »skorningur« sé myndað
af að skera eins og »giorningur« af að gera, og að hér
sé um útskorna brík að ræða. Til eru brikur afbáðum
tegundum. Alabasturbrikurnar frá Hólum6), Reynistað6)
og Hitardal7) eru af fyrri tegundinni (retabula), og
tvenn brot af slikum töflum eru og til í safninu hér
frá Kirkjubæ i Hróarstungu8) og Selárdal9).
Alabastur-brikur þessar eru gjörðar á Englandi og kendar við
Nottingham, sbr. bls. 24 hér að framan. Af síðari
teg-undinni (retrotabula) eru altaristafla frá Ögri af
kol-neskum skóla10) og brot úr samskonar töflum frá
Reyk-holti11) og frá Hraungerði12); er minst af þeim eptir og

skilur ekki heldur, og ekki hafa neina likingu við íslenzku
brík-ina, nema um pá hluti, sem hann gizkar á að hafi verið á peiw,
en ekki eru. Alt staðlaus hugarburður. Eitt sinn hefur hann á
öðrum stað þessa tilvitnun rétta, en auðseð að það er af tilviljun.

1) D. I. VI, 630. 2) Nr. 2673—74. 3) D. I. IV, 194. 4) Bls.
54. 5) Pjóðminjas. ísl. nr. 4634. 6) Þjóðminjas. ísl. nr. 1064.
7) Pjóðminjas. fsl. nr. 3617—22. 8) Pjóðminjas. ísl. nr. 4635.
9) Þjóðminjas. ísl. nr. 2105. Held aptur á móti ekki, eins og
Pjóðminjas. bls. 7, að alabasturmyndin frá Staðarfelli (nr. 3920)
sé brot úr slíkri töflu, heldur heil eins og hún er, 10) Pjóð-

minjas. ísl. nr. 3435. 11) Pjóðminjas. ísl. nr. 4333. 12)
Pjóð-minjas. ísl. nr. 4881. Pjóðminjas. bls. 10 telur hana frá síðari
öldum, sem ekki þarf að vera víst.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0690.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free