- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
293

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

293

brikin var frá öndverðu og fram úr altaf sérstakur hlutur,
og aldrei óaðskiljanlegur partur altarisins. Það er fyrst
eptir miðbik 14. aldar að máldagarnir segja nokkuð
um fráganginn á bríkunum, en af því má ráða, að hann
hafi í upphafi verið alllítilsigldur, enda var brikin þakin
klæðum, eins og mun verða vikið að siðar, og er
jafn-vel ástæða til að halda, að hún hafi stundum með engri
sérstakri prýðingu verið sjálf, heldur blátt áfram dregin
vefnaði, því i byrjun 14. aldar er nefnd »brik með
baldurskinncc1). Úr þvi eru nokkuð greinilegar frásögur.
Er brikin altaf að prýkka og vafalaust að hækka, unz hún
lækkar og verður að stalli þeim, sem nú tíðkast (predella),
en ofan á hann kemur heljarstór brik, altaristaflan eins
og hún gjörist nú (retrotabulum). Nefnd er brik
pent-uð2), með förgu8), steind4), með gylt silfur5), gylt6) og
brik með glas7), hvernig sem hún annars kann að hafa
verið. Enn fremur er nefnd alabastursbrík8), brík með
alabastur forgylt9) og brik með hurðum10) og er bríkin
þarna bersýnilega á leiðinni yfir i retrotabulum-altarið,
altarið með töflu upp af brikinni, en það verður fyrst
greinilega fyrir manni 1461 i Miklagarði11). Þar á kirkjan
brik útskorna »með krossi, hurðum og stöplum«12).
Þetta er gotnesk vængja-altaristafla, og er i miðjunni
mynd af pinu lausnarans og á hurðunum skornar myndir
eða málaðar, en upp af töflunni turnar — stöplar mjóir,
háir og spengilegir til að koma í hana tevgjunni,
leit-inni upp á við, sem auðkennir gotneska sniðið, og er
hvað greinilegast á siðgotneskum hlutum18). Um slíkar

1) D. I. II, 448. 2) T. d. D. I. III, 163. 3) T. d. D. I. III,
515. 4) T. d D. I. IV, 88. 5) D. I. IV, 55. 6) D. I. IV, 139. 7) D.
I. V, 631. 8) D. I. V, 409. 9) D. I V, 308. 10) D. I. VI, 630.

11) D. 1. V, 313 sbr. 350. 12) Á báðum stöðunum stöplum, ekki
stólpum. 13) Hér hefur Wallem (bls. 54—55) á báðum hinum
tilvitnuðu stöðum auðsjáanlega mislesið prentiö. Hann hefur
lesið stólpum fyrir stöplum. En paö er mergurinn í staðnum —
stöplarnir — turnarnir. Fyrir bragðið sér hann ekki gotneska
sniðið, sem einmitt stöplarnir einkenna. Hann fer að bera pessa
brík saman við danskt og sænskt altari, sem hann auðsjáanlega

19*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0689.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free