- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fimta Bindi /
319

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

3>JR. 6

í HJALTADAL

319

1374. 1) Krismaklæði skinanda með baldakin kvartil
fátt i sex álnir.

2) Krismaklæði skínanda með pell hálf fimta
alin.

3) Skinandi klæði fimm álnir1).

1396. 1) Klæði með baldikin hálf sjötta alin.

2) Pellzklæði hálf fjórða alin.

3) Skinandi klæði fjórar álnir8).

Að dúkarnir eru þrír styður enn þá skoðun, sem fram
hefur verið sett. Var einn fyrir skírnaroliuna, annar
fyrir balsamið, en hinn þriðji fyrir krismaoliuna, og
að þeir eru sitt með hverju móti kemur heim við
um-mælin í pontificale. Að báðir eru nefndir krismaklæði
kemur heim við heitið á keri þvi, sem allar þrjár oliur
voru geymdar í saman, en hét þó krismaker8).

Vœngir (vela, alae) voru dúkar, sem hengdir voru
um altarið, svipað og dyratjöld nú á dögum. Voru þeir
meðfram altarinu á báðar hliðar eins og nafnið ber
með sér. Er allsendis óvist, að vængirnir séu upprunnir
al’ þeim fjórum tjöldum (tetravela), sem snemma voru
notuð i Róm og luktu um altarið á alla vegu, og enn
eru leifar af í grísk-kaþólsku kirkjunni. Væri altarið
húfualtari, hengu vængirnir á teinum á milli súlnanna,
er báru húfuna, en annars hengu þeir á veggföstum
örm-um, eða að reistar voru 4 súlur, sín út af hverju horni
altaris, og voru teinar á milli þeirra tveggja og tveggja.
Uppi á súlum þessum voru afaropt englar, er báru
ljósastikur, og voru í þeim höfð kerti. Enginn vafi er
á því, að þeir «englar tveir með gyltum stikum« og
»englar tveir litlir með bjöllum og gyltum stöngum«,
sem Hólamáldagarnir 1525 og 1550 geta, eru einmitt af
slíkum súlum. Nefnd eru himintjöld i einum máldaga*)
og eru það vafalaust vængir undir húfu (himin). Getið
er um langvængi á Hliðarenda6). Milli 1399 og 1404

1) Petta er óefaö einnig krismaklæöi. 2) Óefaö
krisma-klæði og bersýnilega alt sömu klæðin og 1374. 3) Wallem bls.
!26 telur krismaklæðið óráðanlega gátu. 4) D. I. II, 484. 5) D.
I- IV, 69.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/5/0715.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free