- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
17

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLANDSFERÐIRNAR

17

Þorfinnur hafi ekki viljað halda lengra vestur, inn með
hinum eyðilegu Furðuströndum, heldur beygt
suður-á-við fyrir Gaspé-skaga. Á honum austanverðum eru
Gaspé-vogur og Illa-vik (Mal baie).

Nú segir i sögunni, að þeir Þorfinnur »heldu
skip-unum i einn vág«, og siðan kemur sagan um Haka og
Hekju. Eins og Finnur Jónsson hefur sýnt fram á,1)
virðist sú saga eiga hjer illa heima, enda líklegra, að
hún sje tekin i fyrstu úr frásögninni um ferð Leifs og
skotið hjer inn í. Sagan er likleg til að vera bygð á
raunverulegum atburði, einkennileg og er gott verkefni
fyrir málara. Engar misfellur sjást á frásögninni um
ferð Þorfinns og þeirra, þótt þessu innskoti sje slept;
eptir orðin »þá gerðist landit vágskorit« kemur þá
frá-sögnin um Straumfjörð.

Eins og nærri má geta, hafa komið fram ýmsar
kenningar um það, hvar Straumfjörður sje. Þareð mjer
þykir Steensby hafa sýnt fram á það, að Furðustrandir
sjeu suðurströndin á Labrador, skal jeg ekki fara út í
kenningar annara, sem álíta að þeir Þorfinnur hafi ekki
siglt þar inn með landi, heldur farið suður og vestur
um Nýfundna-land. Steensby ljet í ljósi,4) að
Láren-tíusarfjörður væri Straumfjörður og Hjeraey væri
Straum-ey. Enn fremur áleit hann, svo sem hjer var sagt að
framan, að staður sá, er þeir Þorfinnur fundu síðar og
nefndu í Hópi, sje innar i firðinum, þar sem nú er
bærinn Montmagny (St. Thomas) við Suðurá (Riviére
du Sud); er það nærri þvi inni í fjarðarbotni, að
suð-austanverðu, ekki langt fyrir norðaustan borgina
Kvi-bekk, og veit ármynnið (og hópið þar) á móti norðri.

í bók, sem G. M. Gathorne-Hardy bókavörður8)
hefur ritað um Eirikssögu, Grænlendingaþátt og
Vin-landsferðirnar, mótmælir hann nokkuð kenningum

1) (Norsk) Hist. Tidsskr., V. R. I. 128; sbr. Aarb. f. nord.
Oldkh. og Hist. 1915, bls. 210.

2) Meddelelser om Grönland, LVI., 173-76.

3) The Norse Discoverers of America. Oxford, 1921.

2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free