- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
18

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

18

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 18

Steensbys í þessu efni, en Gustav Holm hefur sýnt fram
á,1) að mótmæli Gathorne-Hardys sjeu ekki á góðum
rökum bygð, og álitur, að kenningar Steensbys megi að
mestu leyti til sanns vegar færa fyrir þeim mótmælum.

Orðin »þá gerðist landit vágskorit« benda til, að
þeir Þorfinnur hafi tekið eptir fleiri vogum en einum
eða þeim firði einum, er þeir sigldu inn á. En hefðu
þeir siglt áfram með landi þvi er lá á stjórn, er þeir
voru komnir vestur-fyrir Furðustrandir, og haldið
inn-fyrir Hjeraey, hefðu þeir ekki orðið svo margra voga
varir á þeirri leið, að þeir hefðu getað talið landið
vogskorið.

Um Straumey er það sagt, að hún lægi »þar fyrir
utan« er þeir sigldu inn á fjörðinn. Kemur þetta illa
heim við legu Hjeraeyjar i Lárentíusarfirði, þvi að hún
er Iangt inni i firðinum, varla skemra en 235 km. fyrir
innan Montsnes, og ekki er hún ein, þvi að Grænaey
er litlu utar og Pilagrimseyjar litlu innar, og siðan eru
margar eyjar enn innar.

Orðin »þeir sigldu inn á fjörð einn« virðast mjer
jafnvel benda á, að fjörður sá hafi verið tiltölulega
breiðari, miðað við lengd hans, en Lárentiusarfjörður
er. Um hann myndu hafa verið höfð orðin inn í,
sjer-staklega um svo langa sigling inn eptir honum, svo
mjóum og löngum sem hann er.

Enn er það, svo sem bent var á áður, að það er
ósamrímanlegt við frásagnir þær er á eptir koma, um
ferðir Þorfinns suður fyrir land og norður fyrir, að
Lárentiusarfjörður sje Straumfjörður. Að sönnu kemur
það ekki alls kostar illa heim við frásögnina um ferð
Þorfinns suður fyrir land, eina út af fyrir sig, nje
frá-sögnina um ferð Þórhalls veiðimanns, er hann ætlaði
heim, en það verður engan veginn fyllilega samrimt
við frásögnina um eptirför Þorfinns eptir Þórhalli.
Verður vikið að henni enn.

1) Ritgerð hans er í Meddelelser om Grönland, LIX; sjá
um petta atriði á bls. 31—34.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free