Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
(44
UM ÍSLENDINGA SÖGU
skökkum stað.1) Greinin er þannig: „Þat er sögn
Giz-urar sjálfs, at þá er þeir námu stað i hrauninu fyrir
ofan Álptavatn ok sátu á baki, ok þagði Sturla svá um
liríð. Ok er svá liafði verit um stund, mælti hann:
„ríð-um enn." Hefir Gizur þá helzt grunat, hvárt Sturla
eí’-aðisk þá eigi, hvern veg hann skyldi af gera við liann ok
enn fleiri menn aðra."2) Þessi grein kemur þá fyrst,
þegar lokið hefur verið að segja frá dagleiðinni og
samningunum að Reykjum um kvöldið. En það er ekki
rétt, að hér séu tvær frásagnir um sama atburðinn,
sagð-ar frá óliku sjónarmiði. Hér er átt við, að fyr í
frásögn-inni segir svo: ,;. .. um daginn eptir sneri Sturla
flokk-inum út i Grímsnes ok svá til Ölfuss. Reið Gizurr fyrir
allan dag. Þeir riðu út um Álptavatn ok höfðu heldr
djúpt. Var Sturla heldr ófrýnn, en Gizurr var inn
kát-asti ok reið um kveldit út til Reykja." Hér er einungis
sagt, að Gizur hafi riðið á undan og verið .kátur, en
Sturla ófrýnn, og á það auðvitað við ferð þeirra allan
daginn, en ekki við einstakt atvik, eins og siðar greinir
frá. Að þeir riðu út um Álptavatn og höfðu djúpt, er
tek-ið fram lil þess að sýna, hvar þeir fóru, en ekki sagt, að
þar iiafi Gizur verið kátur en Sturla ófrýnn, enda er
sagt í sömu andránni, að þeir liafi riðið til Revkja. En á
síðari staðnum er greint frá einstöku atviki, er varð
áð-ur en þeir riðu út í vatnið.
Að Gizur er hér borinn fyrir sögunni, sannar ekki,
að þetta sé ekki eftir Sturlu, því að vel gat hann liaft
fregnir af Gizuri, meðan sættir og vinfengi var með
þeim, eins og bent var á. En þó mun ekki nauðsynlegt
að gera ráð fyrir þvi hér. Sturla Þórðarson var
sjálf-ur í þessari ferð, og var í sveit með Böðvari, bróður sín-
um: ..... ok hétu þeir Sturla bræðr (þ. e. Böðvar og
Sturla) honum báðir at fara með honum . . . kom þá
Böðvarr til móts við liann með mikla sveit manna"
(133. kap.).3) Böðvar er talinn fyrirmaður flokksins, þvi
að hann var eldri og átti goðorð föður þeirra. En þegar
1) Safn III, 326. — 2) Sturl.3 I, 506. — 3) Sturl.3 I, 503.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>