- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
54

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

54

UM ÍSLENDINGA SÖGU

gerast í grennd við hann, þeir sem staðsettir eru. En
þó liafa slíkir fyrirhurðir flogið víða um land. Sturla
tilgreinir fjóra fjrrir þessum athurðum, einn úr
Eyja-firði (135. kap.), annan úr Borgarfirði (136. kai>.),
þriðja úr Skagafirði og þann fjórða af Rangárvöllum
(139. kap.). Að Sturla Þórðarson er sjálfur borinn fyrir
einum fyrirburðinum, virðist benda ótvirætt til
safn-anda. Það er athugavert, að í II hefur ekki staðið nema
upphaf 141. kap., en þó mun kap. allur liafa staðið i
Sturlungu frá upphafi.

í 143. kap. er sagt frá orustunni sjálfri. Virðist
BMÓ telja sumt í þeirri frásögn úr Gizurar sögu, þar
sem sagan livarflar til þeirra Gizurar, en ákveður það
ekki nánar.1) En af þvi að haldið liefur verið fram um
aðrar frásagnir, sem líku máli gegnir um
(Haugsness-fundur, Flóabardagi, Flugumýrarbrenna), að tveim
heimildum sé blandað saman, er hvor segi frá sinu
sjónarmiði, er rétt að atliuga þessa frásögn nánar. í
þessari frásögn hvarflar sagan einnig úr öðrum
flokkn-um í hinn, og mætti þvi með sömu rökum gera ráð fyrir
tveim heimildum. Einnig væri það sennilegt, að saga
um Gizur, er rituð væri þar í héraðinu, segði eitthvað
framar en Islendinga saga um þá Gizur, og mætti þá
ætla, að safnandi liefði eitthvað úr henni tekið og á
þann liátt, að hendur jnætti á festa. En þess sjást engin
merki. Viðast þar sem vikið er i flokk Gizurar, er
frá-sögnin i órjúfandi samhengi við það, sem stendur i
kring, og vottar hvergi fjTÍr annari heimild. Þetta er
einmitt bezta sönnun þess, að frásögnin um aðdraganda
liardagans sé einnig tekin eftir einni heimild. I
orustu-lýsingunni fylgir Sturla alveg sömu reglu sem fyr, að
segja frá öllum flokkum jafnframt, eftir þvi sem við
varð komið. En hann gerir það á þann veg, að sýnilega
er allt ein heimild. Sýnir það og, að Sturla hefur, eins
og vænta mátti, fengið siðar nákvæmari fregnir af til-

1) Safn III, 365—369.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free