- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
56

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(56

UM ÍSLENDINGA SÖGU

þeirra Órækju. Reið liann þegar um nóttina í Skálholt,
en um morguninn var safnað liði og njósnarmaður,
Auðun kollur, sendur vestur til móts við þá Órækju. Þá
segir frá þvi, að þeim Órækju barst ófriðarkvittur á
gamlárskvöld og að menn hans vöktu 11111 nóttina.1) 160.
lcap. liefst á þvi, að Órækja reið nýársmorgun af
Þing-velli og mætti Auðuni koll. Var Auðun tekinn, og
grun-uðu þeir liann um að vera njósnarmann, en létu hann
þó lausan. Sneri liann þá aftur og sagði Gizuri, livað titt
var, og er siðan sagt frá viðbúnaði þeirra Gizurar.2) í
161. kap. er sagt frá sáttaumleitunum, bardaganum í
Skálholti 2. janúar og loks frá sættinni.3)

I þessari frásögn telur BMÓ margt úr Gizurar sögu:
159. kap., um atliafnir Gizurar, þangað til sögunni
vík-ur til Órækju í niðurlagi kap., siðara hluta 160. kap., frá
þvi að Auðun kollur var laus látinn og loks i 161. kap.
viðtal Gizurar og Gisla af Rauðasandi.4)

Eins og skýrt var frá, greinir sagan frá atliöfnum
beggja flokkanna, þangað til þeir mættust i Skálliolti.
Er það mjög greinilega gert, og verður hvergi að fundið,
nema ef vera skyldi, að of snemma er horfið frá þeim
Órækju í lok 158. kap., þegar þeir voru komnir á
Þing-völl á gamlárskvöld. En stórvægilegt er þetta ekki, og
jafnvel eðlilegt, að vikið sé til Gizurar, þegar dagleið
þeirra Órækju er á enda og þeir komnir i liérað. En
frá-sögninni um Gizur verður ekki slitið fyr en gert er.

Rök BMÓ fyrir þvi, að þessir kaflar sé úr Gizurar
sögu, eru þau, að frásögnin sé svo greinileg, að
tiðinda-maður liafi lilotið að vera í flokki Gizurar; sumt sé
beinlínis komið frá honum sjálfum, og enn sé stutt ræða
i 160. kap.

Tvær síðari ástæðurnar liafa verið atliugaðar hér að
framan, og sýnt fram á, að ekki er mark á þeim
tak-andi i þessu efni; má og benda á, að tæplega er rétt að
kalla orð Gizurar ræðu, þó að það skipti ekki máli. En

Gizurar Þorvaldssonar, bls. 46, nmgr.). Hér er þvi ekki mótsögn í
text-anum, eins og hann segir. — 1) Sturl.3 I, 557—559. — 2) Sturl.3 I,
559—562. — 3) Sturl.3 I, 562—566. — 4) Safn III, 331—333.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free