- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
66

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(66

UM ÍSLENDINGA SÖGU

Hér virðast vera tvær sjálfstæðar sagnir. Ætlar
BMÓ texta I vera úr Þórðar sögu, en texta H og Br úr
Gizurar sögu; þó megi í I finna grein úr Gizurar sögu,
en aftur grein úr Þórðar sögu í texta H og Br.1) Það
slcal þó strax tekið fram, að þar sem BMÓ ætlar, að
tvær sögur, Þórðar saga og Gizurar saga, liggi til
grund-vallar fj’rir frásögn „122 B og Br" um vígin á Hólum,
stafar það af misskilningi. Guðbrandur Vigfússon
kveðst taka textann, sem bann prentar neðanxnáls á
bls. 45—46, úr Br og skinnbókinni, það sem hún nái.
En hér er II ekki til samanburðar og texti Br á allt
ann-an veg, eins og útgáfa Kálunds sýnir.2) Texti sá, sem
GV kveðst taka úr Br og H, er í raun og veru texti
Valla-bókar (V, Advocates Library 21—3—17), þar sem
báð-um textunum er grautað saman.3) Það er einungis
texti V, er segir tvisvar frá griðagjöfum við Þorkel
dráttarliamar. I I og H er aðeins einu sinni sagt frá
þessu atviki, en i Br er snúið við um griðagjöfina, sagt,
að Þorkell væri veginn, en Þorgeir stafsendir fengi
grið, og stafar það sýnilega af mislestri. Þar sem BMÓ
þvi ætlar Þórðar sögu og Gizurar sögu blandað saman,
er i raun og veru soðið upp úr textum skinnbókanna,
og verður að leiðrétta skoðun lians samkvæmt þvi.

Þá er næst fyrir að athuga texta þann, sem BMÓ
telur úr Gizurar sögu, en það er, eins og áður segir,
texti H i allri frásögninni, frá þvi er missagnirnar
byrja, og texti Br, sem er að mestu samliljóða og viða
réttari, að þvi fráskildu, að í upphafi hefur verið
skot-ið inn grein, sem tekin er úr texta I.

Þar sem segir frá vigi njósnarmannanna á
Tind-um, fylgir H ekki Kolbeini, heldur er frásögnin miðuð
við þá, sem voru á Tindum. Óll þessi frásögn sver sig
í ætt við Vestanmenn, svo sem þegar sagt er frá
Ivægil-Biini, hvernig hann varð við dauða sinum. I næstu
grein, um áverkana i Bæ, gefur hvorugur textinn
nokk-ura visbending.

1) Safn III, 376—380. — 2) Sturl.3 II, 56 neðanmáls. — 3) Sturl.3
II, 54, nmgr. 5.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free