- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
141

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR

141

þegar eigi efnt þat, er mælt hafði verit."1) „Var þá enn
víða drepit fé á Rangárvöllum, ok galt margr óverðr þessa
ófriðar ok ófagnaðar. . . . Þórðr segir svá, at þeir bræðr
hans ok aðrir vinir skyldu þat at marki hafa, at þá mundi
hann feigr, ef hann trvði Gizuri jarli."2) Ekki var það og
vel til fallið af vini jarls, er ritaði sögu lians, að halda á
lofti jafnlirottalegu og illmannlegu svari sem þvi, er liann
gaf Þórði, frænda sinum, er liann bað hann fyrirgefa sér:
„Þat vil ek gera, þegar þú ert dauðr."3) Frásögnin er rituð
af manni, sem var mun hlýrra i garð Þórðar heldur
en jarls.

Tvö atriði gætu virzt benda til sömu heimildar sem
áður var farið eftir, að getið er um vist Þórðar að Stað
1260—1261,4) sbr. 325. kap., og að minnzt er á aðvörun
Hrafns við Gizur fyrir Flugumýrarbrennu/’) En
livort-tveggja hefur verið alkunnugt, og auk þess mætti vel
liugsa sér, að ritari I hefði bætt þessu við.

Hér liefur þá verið sýnt, liver vandkvæði eru á því, að
telja þessa frásögn hluta af lengri sögu, sem safnandi
Sturlungu og ritari I liafi báðir notað, hvor i sínu lagi.
Hins vegar bendir uppliaf og einkum niðurlag til þess, að
frásögnin liafi aldrei verið lengri. Verður þvi tækilegast
að telja þetta sérstakan þátt, er ritari I liafi tekið upp i bók
sina. Engum getum skal uni það leitt, hvar eða hvenær
þessi þáttur er saminn eða liver muni vera höfundur
hans. En allar likur benda þó til þess, að heimildin liafi
verið skrifuð, og sé þetta ekki frumsamið af þeim, er
ritaði liandritið.

Hér að framan hefur verið bent á, að Sturlunga sú,
sem I og II eru runnin frá, muni hafa endað á
frásögn-inni um skattjátun íslendinga á Alþingi 1262. Mætti
telja sennilegt, að Sturla liefði endað rit sitt á þessari
frá-sögn, sem virðist eðlilegt niðurlag á sögu Sturlungaaldar,
og það þvi fremur sem hinni miklu Noregs sögu lians
lýkur um svipað leyti. En þar sem 327. kap. virðist ekki
geta verið eftir Sturlu, vantar eðlilegt niðurlag á söguna.

1) Sturl.3 II, 31619"20. — 2) Sturl.3 II, 31532—3161. — 3) Sturl.3

II, 31719. — 4) Sturl.3 II, 3135"11. — 5) Sturl.3 II, 3 1 323"23.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0227.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free