- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
4

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(4

UM ÍSLENDINGA SÖGU

að alt veröur ljóst og eSlilegt, ef menn filgja texta
Reikjarfjarðarbókar. Enn fremur hef jeg þar leitt ni og,
að þvi er mjer virðist, óiggjandi rök að þvi, að
Sturl-unguformálinn liafi geimt aðalefnið i formála Sturlu
firir Islendinga sögu. Áður liafði jeg sint, að Sturla liafði
skrifað Islendinga sögu sina sem beint áframhald af sögu
Hvamms-Sturlu, afa síns. í formála sinum firir
íslend-inga sögu liefur hann svo bent á þau sagnarit, sem til
vóru, þegar liann skrifaði Islendinga sögu, og lístu
við-burðum i sögu landsins, sem gerðust samtiða þeim
við-burðum, er Sturlu saga og íslendinga saga Sturlu skíra
frá. Þetta eru þær „samtiða" sögur, sem formálinn
getur um: Þorláks s., Prestsaga Guðmundar góða,
Guð-mundar saga dýra og Hrafns saga. Þær gerast allar
samtíða Sturlu sögu og íslendinga sögu Sturlu, á siðari
hluta 12. aldar og firri hluta 13. aldar. Og það eru þær
einar og ekki aðrar, sem formálinn á við, þar sem segir:

„Flestar allar sögur, þær er gerzt höfðu á íslandi,
áðr Brandr biskup Sæmundarson andaðist, váru
rit-aðar, enn þær er síðar hafa gerzt, váru litt ritaðar, áðr
Sturla slcáld Þórðarson sagði fyrir Islendinga sögur."

I munni Sturlu þíðir þetta, að flestir merkilegir
við-burðir, sem gerðust firir andlát Brands biskups samtiða
viðburðum þeim, sem Sturlu saga og íslendinga saga
skíra frá, hafi verið í sögur færðir, er hann samdi sina
íslendinga sögu, enn lílið liafi verið ritað um þá
við-burði, sem gerðust eftir lát Brands biskups. Úr þessu
ætlar Sturla sjer að bæta með íslendinga sögu sinni.
Hann ætlar sjer að skira frá þeim viðburðum þessa
tima, sem aðrar sögur hafa eldci skírt frá, með öðrum
orðum filla i skörðin, þar sem aðrar sögur eru ekki til.
Og að þetta sje hugsun Sturlu i formálanum, sjest á
ís-lendinga sögu sjálfrí. Framau af, alt að dauða Brands
biskups, er hún aðeins ættarsaga, framhald af Sturlu
sögu, segir eingöngu frá Guðnýju eklcju Hvamms-Sturlu
og sonum liennar Þórði, Siglivati og Snorra, eða frá
við-burðum, sem þessir menn vóru við riðnir. Enn frá dauða
Brands biskups 1201 víkkar sjóndeildarhringur sög-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free