- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
29

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

29

Af þessu má ráða, að Egill hafi sjálfkrafa tekist
á hendur ferðina til Jórvikur til að liitta Arinbjörn og
ná sáttum við Eirík firir meðalgöngu lians. Og þetta
staðfestist af lausavisunni „Urðumk leið en ljóta
land-heiðaðar reiði". Arinbjarnarkviða er ort löngu eftir
við-burðinn i Jórvik, þegar Egill var kominn úr klóm
Eiríks, og gat Egill þvi ekki haft neina ástæðu til að
segja annað enn það, sem satt var, uin ferð sina. Á
sjálfri Höfuðlausn sjest og, að Egill hefur ekki lcomið
beint frá Islandi til Jórvikur, lieldur frá Noregi (vestr
fórk of ver" Höfuðl. 1 og „frétt’s austr of mar Eiríks of
far" Höfuðl. 18). Egils saga segir alt öðruvisi frá
til-drögunum: Egill er á ferð frá íslandi til
Suður-Eng-lands á fund Aðalsteins, en stormur rekur skip hans
á land nálægt Jórvilc mikið á móti vilja lians. Honum
þikir óvænt undankomu og ræður af að fara á fund
þeirra Arinbjarnar vinar sins og Eirilcs, og svo kemur
bin fagra Jising sögunnar á fundi þeirra Egils og Eiriks
og Gunnhildar, lireinasta snildarverk. í sambandi við
þetta má geta þess, að það er mjög svq ósennilegt, að
þau Eiríkr og Gunnhildr hefðu gefið Agli fírið, ef það
væri rjett, sem sagan segir, að Egill hefði drepið
Rögn-vald son þeirra. Frásögnin um þetta firr i sögunni er
þvi i meira lagi grunsamleg. Samt mundi jeg ekki þora
að tortriggja liana, ef hún staðfestist af
konungasög-unum norsku. Enn það er öðru nær. Bæði Ágrip og
Historia Norvegiæ og Fagrskinna og Heimskringla og liin
sjerstaka Ólafs s. helga og hin langa Ólafs s. Trvggvasonar
telja upp með nöfnum liörn þeirra Eiriks og Gunnhildar,
enn enginn af þessum heimildum telur Rögnvald meðal
þeirra1), þvi að það er ekkert að marka, þó að eitt
lidr. af Ó. H. (Flat.) telji Rögnvald firir Ragnfr0ð, sem
stendur i öllum öðrum handritum. Það er bersínileg
ritvilla i Flat. Alt bendir þvi til, að það sje tilbúningur
Egils sögu höfundarins, þar sem hann lætur Egil drepa

1) Heimskr., F. J., I bls. 164; Ágr. Dahlerup 8. dálkur; Fagrsk.,
Munch, bls. 14; ÓH. 1853 bls. 9; Hist. Norv. bls. 105; OT. Flat.
1 49 (Rögnvaldr f. Ragnfr0ðr), Fms. I 20 (Ragnfr0ðr).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0303.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free