- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
30

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 30

Rögnvald konungsson —- minni hefnd mátti ekki gagn
gera. Það er mjög óliklegt, að hjer liggi til grundvallar
gömul munnmælasaga um Rögnvald, þar sem hún
hefur ekki komist inn i neina af konungasögunum.
Þessi tvö dæmi nægja til að sina, að Egils saga er ekki
óskeikul söguleg heimild, þó að hún segi rjett frá
aðal-viðburðunum, fundi þeirra Egils og Eiriks konungs í
Jórvik, þvi að auðvitað verðum vjer að trúa betur
kvæð-um Egils sjálfs enn sögunni, sem er samin alt að þvi
300 árum eftir viðburðinn.

Það er algild regla, þegar meta skal sögulegan
á-reiðanleik einhvers heimildarrits, að hann fer eftir þvi,
livernig þær heimildir eru, sem höfundur ritsins hefur
liaft firir sjer. Ef ritið segir frá viðburðum, sem
höf-undur hefur sjálfur verið sjónarvottur eða
heirnar-vottur að, verðum vjer að leggja mikinn trúnað á sögu
hans, nema sint verði, að hann fari með rangt mál
annaðlivort ósjálfrátt eða visvitandi. Þessu er ekki að
lieilsa um sögur vorar, Þær eru allar færðar i letur minst
IV2 öld eftir að sögurnar gerast. Þá getur verið, að
höfundur ritsins liafi að vísu ekki sjálfur sjeð
viðburð-ina, heldur liafi frásögn sina um þá eftir góðri og" gildri
samtiða heimild, og er þá ekki nein ástæða til að
tor-triggja frásögnina, að svo miklu leiti sem hún kemur
heinx \ið þessa samtíðaheimild. Vjer liöfum tekið það
fram, að sögurnar vitna oft i samtíða visur — um aðrar
samtiða heimildir er ekki að ræða i sögunum. Ef
þess-ar visur bera það með sjer, að þær eru i raun og veru
samtiða, rjett feðraðar og ekki siðar ortar, verðum
vjer að taka söguna trúanlega i þeim atriðum, sem
koma heim við visurnar, enn ef eitthvað ber á milli,
verðum vjer að treista betur samtiða visum enn
sög-unni. Ef höfundurinn hefur ekki haft firir sjer neinar
samtiða heimildir, enn þó skriflega heimild, sem er
eldri enn hann sjálfur, þó ekki sje hún samtiða
við-burðunum, þá er alt undir þvi komið, hve skilrík þessi
heimild er, þ. e. a. s. hvort ætla má, að þessi lieimild
hafi getað haft eða liaft áreiðanlegar sagnir frá þeiin

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0304.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free