- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
31

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

31

tíma, sem um er að ræða, og um leið einlægan vilja
til að segja satt frá og afbaka ekki frásögnina. Hjer
koma til greina þær frásagnir i sögunum, sem rekja
má beinlinis eða óbeinlinis til Ara fróða sem
heim-ildarmanns. Af þvi að Ari er i sjálfu sjer svo
ná-kvæmur i frásögn sinni og „óljúgfróðr" — að jeg taki
mjer hans sjáifs orð i munn — og af því að hann gerir
sjer alstaðar svo mikið far um að rekja sagnirnar
aftur í tímann til samtiða manna, verður að telja þær
frásagnir, sem frá honum eru runnar, tiltölulega mjög
áreiðanlegar, þó að þær að vísu jafnist ekki við
sam-tiða heimildir að skilríki. Ef höfundurinn aftur á
móti liefur ekki annað firir sjer enn munnmælasögur,
sem geimst hafa um langan aldur í manna minni og
gengið mann frá manni, þá verður það mjög
vafa-samt, að hve miklu leiti frásögn höfundarins hefur að
geima sögulegan sannleika. Vjer skulum reina að
skira þetta nokkru nánar. Hjer er mergurinn málsins,
þvi að Islendingasögur vorar eru aðallega ritaðar eftir
munnlegum sögusögnum, eins og jeg áður hef bent á.

Allar munnlegar sögusagnir, sem ganga manna á
milli um langan aldur frá einni kinslóð til annarar,
eru háðar þvi lögmáli, að þær aflagast meira eða
minna, einkum i minni háttar atriðum, við það að
gauga mann frá manni, og afbökunin verður því
meiri, sem sagan gengur i gegn um fleiri liendur eða
rjettara sagt munna. Eða — með öðrum orðum — þvi
fleiri sem milliliðirnir eru frá hinni firstu samtiða
sögn, þangað til sagan loks er færð í letur, þvi
óá-reiðanlegri verður sagan. Einn milliliður gleimir
þessu atriði, annar hinu. Einn milliliður afbakar,
skreitir eða íkir þetta atriði, annar liitt, einn eikur
þessu við söguna, annar hinu, sem ekki filgdi lienni
frá upphafi. Með nijum og nijum lcinslóðum, með
nij-um og níjum milliliðum vaxa íkjurnar likt og
snjó-kökkur, sem velt er i þiðum snjó.

Sumir, þar á meðal vinur minn Finnur Jónsson,
hafa haldið því fram, að islenskar munnmælasögur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0305.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free