- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
48

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 48

síðan", og sagan bætir við: „Af þessu fekk Hrútr gott
orð." Reykdæla, k. 181G2: „ok þótti Glúmr vera mikill
maðr fyrir sér, sem enn má nokkut marka i þessum
frá-sögnum." Laxdæla, 19. k., niðurlag: „Þvi er þessa getit
(þ. e. að Hrútr reið á þing með 14 sonu sina), at þat
þótti vcra rausn mikil og afli". — Mörg fleiri dæmi
þessu lík mætti tilfæra. Sjaldnar kemur það firir, að
liöfundur gefur í skin, hvernig hann líti á viðburðina,
með frásögn einhvers einkennilegs at\"iks. Þar kemur
mjer i hug dæmi, ekki úr einni af íslendingasögum,
heldur úr Heimskringlu, sem má á sama standa, þvi
að konungasögurnar og ekki sist Snorri filgja likum
iþróttareglum og íslendingasögur. Heimskringla segir
frá liraustlegri framgöngu Egils ullserks i orustunni
við Fræðarberg og hvernig liann ljet þar lif sitt, er
hann barðist firir ættjörð sina og konung. Frásögnin
endar á þessari einkennilegu setningu: „Hávir
bauta-steinar standa hjá haugi Egils ullserks".1) Betra
eftir-mæli gat Snorri ekki gefið Agli ullserk enn að segja
frá þessu talandi atviki um bautasteinana. Þessi stutta
setning vegur meira enn margar vættir af lofi. Hjer
kemur ótvirætt fram dómur liöfundarins um Egil, enn
um leið islenslc söguiþrótt á liæsta stigi, iþrótt, sem
talar til vor i frásögn atburða og atvika.

Þá er annað atriði i meðferð sagnanna á efninu
ólikt því, sem tiðkast í skáldsögum vorra tima. Margir
skáldsagnahöfundar nú á dögum leggja ekki
aðalá-liersluna á frásögn viðburðanna eða athafna
persón-anna, heldur á hitt, að lísa sálarlífi persónanna út i
istu æsar, sundurliða sem nákvæmast allar
geðshrær-ingar þeirra, setja sig inn í hugskot þeirra og lijarta
og gera þeim svo upp hugsanir, sem þeir skíra frá
með mörgum orðum. Slíkar skáldsögur nefna menn
sálfræðilegar (psykologiske romaner). Ekkert slikt
kemur firir i Islendingasögum. Og þetta er í góðu
sam-ræmi við meginreglu sagnamannanna að segja að eins

1) Hkr., F. J„ Hák. s. góöa, 27. k.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0322.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free