- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
76

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 76

þau inni að Laugum og siðan þegar liann kúgar Þórarin
i Tungu til að selja sjer jörðina, sem var lofuð Bolla.
Ólafr pái, faðir Kjartans, vitti liann firir það, þegar
hann dreitti Laugamenn inni, og kemur þar fram
dóm-ur höfundar. Söguhetjan sjálf er þá ekki saldaus. Af
þessum mótgerðum á háða bóga leiðir svo vig Ivjartans.
Enn þó að Guðrún væri ráðbani lians, þá er henni list
sem hinum mesta kvennskörungi, og vegandinn, Bolli,
er lika látinn hafa marga góða kosti. I firri hluta Njálu
er Gunnarr söguhetjan. Honum er list sem glæsimenni
og mesta öðlingi, enn þó lætur sagan liann rjúfa þá
sætt, sem liann hafði handsalað að lialda. Hins vegar
er þeim Gizuri hvita og Geiri goða, sem eru
forsprakk-arnir að vigi hans, líst sem ágætum og veglindum
höfð-ingjum. í siðari hluta Njálu er Flosa borin að sínu
leiti eins vel sagan eins og Njáli eða Ivára. Og svona
mætti halda áfranx að taka dæmi úr fleiri sögum. Jeg
tók það fram áðan, að jafnvel liinar fullkomnustu
sögu-hetjur hafa sinar veiku hliðar. Enn mjer mun liafa
láðst þar að taka það fram, að mjög fáum mönnum
er svo illa list i sögunum, að þeir hafi ekki líka
ein-hverja kosti. Jafnvel Mörðr hefur þann kost, að liann
elskar konu sina. Uppivöðsluseggurinn og
ójafnaðar-maðurinn Óspakr i Bandamanna sögu hefur líka sína
kosti. Framan af reinist liann Oddi trúr og diggur,
þangað til þeim sinnast útaf goðorðinu, enn upp frá
þvi kemur fram alt hið illa i fari hans. Þegar liann
hefur drepið Vala, játar liann þó sjálfur, að það liafi
verið hið versta verk. Það er þessi venja
sagnamann-anna að segja bæði kost og löst á persónunum, hver
sem i hlut á, sem gerir persónurnar, sem þeir lisa, svo
menskar og um leið svo aðlaðandi firir oss, þvi að
vjer finnum i þeim spegil af hinu daglega lifi i kringum
oss. Og i þessari óhlutdrægni sagnamannanna kemur
fram ákveðin lífsskoðun. Þeir menn, sem hafa skrifað
þessar sögur, hafa verið lausir við hleipidóma,
sjón-deildarhringur þeirra hefur verið viður, þeir liafa haft
opin augu firir öllu mannlegu, bæði góðu og illu, í fari

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0350.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free