- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
83

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR

83

lifsskoðun kemur enn fram i fullum krafti á 13.
öld-inni á íslandi, uni það leiti sem flestar
íslendingasög-ur eru skrifaðar. Það sjest t. d. á hinni ágætu visu, sem
Þórir jökull kveður, þegar hann er leiddur til höggs
eftir Örlvgsstaða hardaga 1238:

Upp skalt á kjöl klífa,
köld cr sjávar drífa,
kostaðu hug þinn herða:
liér muntu lifit verða.
Skafl heygjattu, Skalli,
J)ót skúr á þik falli —
ást hafðir ]m meyja —
eitt sinn skal hverr deyja.1)

Hjer kemur örlagatrúin sjerstaklega fram i siðasta
vísuorðinu, orðskviðnum „eitt sinn skal hverr deyja",
seni þiðir lijer um bil sama og „eigi má feigum forða".
Visan ber það með sjer, að hún er ort i sjávarliáska,
og er því eldri enn Þórir jökull, enn samt sinir liún
lifsskoðun hans, örlagatrúna, þvi að hann gerir orð
visunnar að sínum orðum. Mart er það fleira i
Sturl-ungu, sem sinir, að örlagatrúin lifði enn góðu lifi i
hjörtum Islendinga á 13. öldinni. Trúin á hamingju
ættarinnar kemur t. d. ljóst fram i draumnum, sem
Egil Halldórsson dreimdi, þegar Snorri Sturluson
ætl-aði að flitja burt frá Borg (um 1208), ættbóli
Mira-manna. Egill þessi var af Miramanna kini að
lang-feðgatali. Hann dreymdi, að Egill Skalla-Grimsson kom
til lians og ljet illa ifir þvi, að Snorri ætlaði burt frá
Borg, „þvi at lítt liafa jnenn setit yfir hlut várum
Mýramanna, þá er oss timgaðist".2) Mjög ljóslega
kem-ur örlagatrúin fram i hinni indislegu sögu um Þórurnar,
dætur Guðmundar griss á Þingvelli. Eldri Þóra spir
sistur sina, livern mann hún mundi helst kjósa að
eiga. Ingri Þóra segir: „Enga þörf ætla ek á því, þvi
at alt mun ætlat fvrir, ok gerir þvi ekki hugsan fyrir
sliku at bera eða geipa þar um nokkut." „Nú er þat
vist", segir hin eldri Þóra, „at þat er ákveðit, er minna

1) Sturl.3 I, 532 bls. — 2) Sturl.3 I, 273.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0357.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free