- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
88

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 88

af þáttum enn ein heild, einkum firri lilutinn
(Guð-mundar saga), enda her minst á örlagatrúnni i þessari
sögu. í Vatnsdælu er örlagatrúin ráðandi i
uppistöð-unni, það er hún, sem tengir viðburðina saman og gerir
þá að einni lieild. I þeirri sögu eru að visu þættir, enn
þeir taka eðlilega við liver af öðrum, jafnóðum og níjar
kinslóðir koma til sögunnar, og er alt áframhaldandi
frásögn. Laxdæla er lik Ljósvetninga sögu í firri
lilut-anum, þangað til Kjartan og Guðrún koma til sögunnar;
i þeim hluta eru þættir, sem standa i nokkuð lausu
sambandi hver við annan, og það er litið af þeim
firir-boðum ókominna viðburða, sem stafa frá örlagatrúnni.
Enn siðari hlutinn, saga Ivjartans og Guðrúnar, er ein
heild frá upphafi til enda, og örlagaþráðurinn, sem lisir
sjer i draumum Guðrúnar, aðalþáttur uppistöðunnar.
í Njálu eru að vísu þættir, enn samt er sagan ein heild
í’rá uppliafi til enda, og er það örlagaþráðurinn, sem
heldur öllu saman, og kemur það fram i þvi, að allir
hinir merkari viðburðir eru boðaðir firirfram með
spám, firirburðum eða draumum (sbr. áður). Af þessu
dregur siðan Bááth þá áliktun, sem nú skal greina:

Það er örlagatrúin, sem ræður mestu um uppistöðu
íslendingasagna, þvi veikari sem bún er i frásögninni,
þvi lausara er sambandið milli hinna einstöku þátta
sögunnar og þvi skarpari greiningin milli þeirra. Enn
i þeim sögum, þar sem örlagatrúin er sá rauði þráður,
er tengir viðburðina saman, þar ber annaðhvort miklu
jninna á þáttunum, eða þeir hverfa alveg.

Þessi niðurstaða Bááths er rjett, að þvi er snertir
þær fjórar sögur, sem hann hefur rannsakað. Enn liún
á ekki við allar íslendingasögur. Sumar sögur eru ein
heild frá upphafi til enda, uppistaðan alveg
bláþráða-laus eða svo að segja alveg, öll hin einstöku atriði hniga
að söguheildinni, og er hvert um sig nauðsinlegur
lið-ur i þræði sögunnar, og þó ber i þeim tiltölulega lítið
á örlagatrúnni. Jeg tek til dæmis Hrafnkels sögu,
Hænsa-Þóris sögu og Bandamanna sögu. Það er rjett, að
örlaga-trúin ræður mestu um uppistöðu sumra sagna, enn þvi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0362.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free