- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
113

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

BJARNAR SAGA

113

getur verið nokkuð vafasamt, þá er sagan lijer
óneitan-lega i mótsögn við rjett timatal. Enn á það legg jeg firir
mitt leiti ekki mikla áherslu. Mótsögnin er einmitt
sönn-un firir þvi, að höfundur hefur farið eftir
munnmæla-sögum þeim, sem firir honum lágu, óbreittum og ekki
lagað þær eftir neinum tímatalskreddum, og get jeg ekki
tekið það sem neinn vott þess, að sagan sje seint samin,
heldur höfum vjer lijer eitt dæmi af mörgum, sem sinir,
að hin munnlega sögusögn er óáreiðanleg, sjerstaldega
að þvi er tímatalið snertir.

Bjarnar saga tilfærir allmargar lausavisur máli sinu
til sönnunar lílct og Egils saga og Gunnlaugs saga. Margar
af þeim finst mjer vera vafageplar og liklega siðar ortar,
enn sumar af þeim eru þó eflaust rjett feðraðar, t. d. brot
af Grámagaflimi, niðkvæði, sem Björn orti um Þórð; er
það merkilegt af þvi, að svo að segja ekkert annað hefur
geimst af þess konar kveðskap.

Bjarnar saga er ekki samin af nærri eins mikilli
snild og Gunnlaugs saga, að jeg nú ekki liki henni saman
við Egils sögu. Uppistaðan er að visu skipuleg, enn
frá-sögnin um hin mörgu deiluefni þeirra Þórðar og Björns
er nokkuð smásmugleg og staglkend og fremur
þreit-andi firir lesandann, og er það auðvitað efninu að kenna,
sem liöfundur tók eftir munnmælum. Sumir kaflar eru
þó mjög vel sagðir, t. d. sagan um það, þegar Þorsteinn
Kuggason, óvinur Bjarnar, neiddist til að gista hjá
lion-um um jólin og gerðist siðan vinur hans.
Persónulis-mgarnar hjá honum eru og allgóðar og sjálfum sjer
sam-kvæmar, enn i samtölum persónanna lisir sjer ekki nein
sjerleg snild.

Finnur Jónsson lieldur, að höfundur liafi verið
klerkur, og ræður það af ímsum málsgreinum i sögunni,
sem honum finst klerkakeimur að. Enn þessar greinir
eru þó þess eðlis, að þær geta vel verið samdar af
leik-manni, svo að jeg tel alt eins víst, að leikmaður liafi ritað
söguna.

8

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0387.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free