- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
114

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bollaþáttr.

í nánu sambandi við Laxdælu stendur Bollaþáttr.
í handritum y-flokksins1) er hann beint áframhald af
sög-unni og engin skil gerð á milli, og i öllum útgáfum er
hann prentaður aftan \ið hana, og útgáfan 1826 greinir
hann ekki frá sögunni sem sjerstakan þátt. Það gera
aftur á móti útgáfur Kálunds. Það er einkum tvent, sem
sinir, að þátturinn heirir ekki sögunni til frá uppliafi,
heldur er aukið aftan við hana siðar: Annað það, að
hann stendur aðeins i handritum y-flokksins, enn ekki i
liandritum z-flokksins, sem ifirleitt eru fornlegri og
upp-haflegri enn liandrit y-flokksins. í handritum z-flokksins
endar sagan á 78. k., og i niðurlagi þess kap. stendur „Ok
lýkr þar nú sögunni", enda er það auðsjeð á efni 78. lc.,
eins og hann er i báðum handritaflokkum, að hann er
nokkurskonar eftirmáli við söguna, Hitt, sem sínir, að
Bollaþáttr er siðari viðauki, er það, að allur blærinn á
lionuin er ólikur sjálfri Laxdælu. Persónulisingarnar eru
daufar og rista ekki djúpt, samtölin milli persónanna
fremur óliðleg, og ifirleitt er frásögnin sneidd þeirri snild,
sem einkennir Laxdælu. Þátturinn gerist svo að segja
allur á Norðurlandi, i Skagafirði og Eijafirði, og segir
frá viðureign Bolla Bollasonar við norðlenska höfðingja
og er að þvi leiti líkur siðasta kafla Laxdælu, að hann
otar Bolla mjög fram og reinir að gera frægð lians sem
mesta. Enn höfundur virðist hafa verið mjög ófróður um

1) [Handrit Laxdœlu skiftast í tvo flokka, sem Kr. Iíálund hefur
kallað y-flokk og z-flokk. Til y-flokksins teljast Möðruvallabók og
Vatnshyrna (til í eftirriti), frá 14. öld, og brotið AM 162 D1 fol., frá
þvi um 1300. Af z-flokknum eru til fjögur skinnbókabrot og margt
pappirshandrita. Sjá formálann að útg. Kálunds eða ísl. fornrit V. Útg.]

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0388.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free