- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
115

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

BOLLA I>ÁTTR

115

sögu landsins, þvi að allir þeir höfðingjar, sem Bolli
skiftir við, virðast hafa verið dánir um það leiti, sem
þátturinn gerist, eða um miðja 11. öld. Sagan nefnir
Hjaltasonu, Arnór kerlingarnef, Goðdala-Starra,
Valla-Ljót og Guðmund rika. Af þeim virðist Guðmundur hafa
verið ingstur, og hann andast 1025 eftir sögn Snorra
Sturlusonar.1) Svo fáfróður í sögu landsins er
Laxdælu-höfundur ekki, þó að mart og mikið megi setja út á
tima-talið hjá honum.

Höfundur Bollaþáttarins hefur verið gagnkunnugur
i Skagafirði, einkum utantil nálægt Hofstöðum i
Blöndu-hlíð og Miklahæ i Óslandshlið, og í Eijafirði, einkum i
Svarfaðardal. Af þessu og af því, að þátturinn gerist
mest-allur norður i Skagafirði og Eijafirði, liefur Kálund viljað
ráða, að höfundur þáttarins liafi verið Norðlendingur.
Það verð jeg að telja mjög vafasamt. Sinu máli til
sönn-unar telur Kálund það, að höfundur fari i mannjöfnuð
milli landsfjórðunga og telji Norðlendinga fremsta. Enn
jeg get livergi fundið neitt slikt i þættinum. Þvert á móti
verða allir þeir norðlensku höfðingjar, sem hekkjast til
við Bolla, að lúta firir honum, Vestfirðingnum.
Ennfrem-ur segir Kálund, að áttatáknanir þáttarins bendi fremur
til þess, að liöfundur hafi verið Norðlendingur enn
Breið-firðingur, og virðist hann eiga við það, að þátturinn liefur
tvisvar atviksorðið suðr um stefnuna úr Skagafirði eða
Eijafirði að heimili Bolla, Sælingsdalstungu í
Hvamms-sveit.2) Enn mjer finst þetta fremur benda til þess, að
höfundur sje Breiðfirðingur enn Norðlendingur.
Norð-lendingar segja enn í dag og hafa vist alltaf sagt vestr um
stefnuna úr norðurhjeröðunum til
Breiðafjarðarhjerað-anna.3) Aftur á móti segja Breiðfirðingar og hafa altaf
sagt norðr um stefnuna úr Breiðafjarðarhjeröðunum til

1) Heimskr., F. J., Öh. 125). k. — 2) K. 80, 1: GuSrún (á Marbæli

i Óslandshliö) mælti: „ek inun riða suðr til Tungu", 86, 8: Guðmundr
(ríki á Mööruvöllum i Eijafirði) mæltí (við Bolla): „rið suðr i vár",

88, 7: Bolli riðr nú í brott af Miklabæ (í Óslandshlið) ... ok heim

suðr. — 3) Svo lika á einum stað i Bolla])., k. 88, 5: hon (Sigriðr á
Skeiði i Svarfaðardal) vildi fara vestr með honum (Bolla).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0389.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free