- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
130

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

90 UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 130

einum stað firir æva i merkingunni „aldrei". Þegar
minni sagan segir frá þvi, að Gísli hafi kveðið visuna,
sem kom upp um hann, að hann liefði vegið Þorgrim,
bætir hún við „er æva skyldi".1) I orðum þessum
brít-ur höfundur bág við hlutleisisreglu þá, sem tiðkast i
ís-lendingasögum, og bæði af þessari ástæðu og af þvi að
setninguna vantar i meiri söguna, skoðar Finnur
Jóns-son hana sem siðari innskotsgrein. En fornirðið æva
bendir til, að setningin hafi staðið i frumsögunni. Orðið
æva — aldrei er algengt í fornum kveðskap, enn kemur
varla firir i óbundnu máli nema á þessum stað i Gísla
sögu.2) Siðari afskrifari mundi ekki hafa orðað þetta
svona. Þess ber og að gæta, að höfundur Gisla sögu
brít-ur hlutleisisregluna á stöku stað öðrum en þessum. Ef
setningin liefur filgt frumsögunni, bendir hún til, að
Gisla saga sje fremur gömul. Hins vegar mun sagan
vera ingri en Droplaugarsona saga, ef það er rjett, sem
jeg liefi lialdið fram, að hún liafi þekt þá sögu og liaft
liana til firirmindar. Droplaugarsona saga virðist vera
með eldri Islendingasögum, liklega frá firstu árum 13.
aldar. Gæti þá Gísla saga verið frá c. 1220. Þetta
kem-ur nokkurn veginn heim við niðurstöðu Finns
Jóns-sonar, að sagan sje „ekki mikið ingri" („nicht
erheb-lich spáter") enn 1200.

Um liöfundinn vitum vjer annars sama sem ekki
neitt, nema það sem sagan ber með sjer, að hann hefur
verið ritsnillingur — söguna má telja með þeim, sem
best eru sag’ðar af sögum vorum — og að hann hefur
eflaust átt lieima i Dirafirði eða þar á næstu grösum,
þvi að hann þekkir þar hverja þúfu. Það, að hann
virð-ist þekkja svo fáar sögur og hefur t. d. ekki notað
Landnámu, er vel skiljanlegt, ef liann er Dirfirðingur,
því að hjeraðið er fremur afskekkt. Hins vegar bendir það,
að liann virðist hafa liaft firir sjer Droplaugarsona
sögu, á það, að hann muni ef til vill hafa dvalið um
liríð á Austfjörðum eða Droplaugarsona saga borist á

1) Gísl., 18. k. —

2),Finst ckki i Larsson, Ordförrádct.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0404.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free