- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
213

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

HEIÐARVÍGA SAGA

213

þar bæir margir, ok heitir hær á Meðalheimi; 642G’27:
Bær heitir at Búrfelli milli Svinavatns ok Blöndu; þat
er á Hálsum (nú Ásum) út; 6430: I Langadal heitir
hær á Auðólfsstöðum; 653: i Sléttadal, þat er upp frá
Svínavatni; 6512: at Ásmundargnúpi — þat er milli Vatns
(dals?) og Víðidals; 664: Bær heitir i Vestrhópi at
Þernumýri; 751: Hann (o: Faxalækr) fellr ór
Vestr-hópsvatni ok ofan i Víðidalsá; einkennilegast er þó það
sem Þórarinn er látinn segja við Barða um hinn alkunna
stað, þar sem þing Húnvetninga var lialdið frá ómuna
tið og klaustrið stóð siðar, á hls. 646: Nú inun vera
manna-mót á milli Hóps ok Húnavatns, þar sem lieitir
Þing-eyrar. Staðir þessir eru of margir til }jess að menn geti
skirt þá sem innskotsgreinar, sem afskrifarar, ókunnugir
i Húnaþingi, liafi hætt inn i. Þeir liljóta að vera
upphaf-legir i sögunni. Að efninu til eru allar þessar staðskiringar
keiprjettar og hera vott um, að höfundur þeklvir hverja
þúfu. Enn hvað kemur til, að liann greinir þetta svo
nákvæmlega? Hjer er um tvent að gera. Annaðhvort er
höfundurinn ekki horinn og barnfæddur i
Húnavatns-þingi, heldur hefur kinst lijeraðinu á fullorðins árum; þá
er skiljanlegt, að hann sje sjer þess meðvitandi, að aðrir,
sem söguna lesa, muni þurfa nákvæma skiringu á
stað-háttunum. Eða höfundur hefur aðallega liaft aðra firir
augiun enn Húnvetninga sem lesendur sögunnar, liklega
helst Breiðfirðinga eða Borgfirðinga og skrifað firir þá.
Þeir þurftu nákvæmra staðskiringa, enn firir Húnvetninga
vóru þær óþarfar. Ef þessi siðari skiring er hin rjetta,
þá getur vel verið, að höfundur hafi verið borinn og
barnfæddur i Húnavatnsþingi, enn að öllum Iikindum er
sagan þá rituð utan Húnavatnsþings, liklega við
Breiða-fjörð eða i Borgarfirði.

Finnur Jónsson lieldur, að höfundur hafi verið
klerk-ur, og ræður það af þvi, hvernig sagan lisir Guðlaugi sini
Snorra goða, sem er á bænum i kirkju að Helgafelli,
þegar faðir hans er að búa sig í atförina að Þorsteini
Gislasini, og neitar að veita föður sinum vígsgengi, fer
siðan til Englands og gerist þar munkur. Frásögnin er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0487.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free