- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
214

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

90

UM ÍSLEN’DINGASÖGUR 214

því miður ekki til nema i inntaki Jóns Ólafssonar, enn af
þvi að Jón annars man vel efni sögunnar, þó að hann
villist oft i nöfnum, er engin ástæða til að rengja söguna,1)
og hún ber greinilega klerkablæ i inntakinu. Mjer þikir
þvi liklegt, að liöfundur hafi verið klerkur. Enn sá
klerk-ur hefur eflaust verið af liöfðingjaætt, þvi að hann hefur
bersínilega mikið gaman af að lísa deilum liöfðingja og
vigaferlum.

Nokkrar likur eru til, að liöfundur liafi verið af
Möðruvellingaætt. Af tan til i sögunni lísir sagan viðar enn
á einum stað drenglindi Eyjólfs Guðmundarsonar liins
ríka, sem Möðruvellingar vóru frá. Barði, sem er
höfuð-persónan í síðari hluta sögunnar, var og náfrændi Eyjólfs,
sem áður er sint. Líka segir sagan nákvæmlega frá
tengd-um Snorra og Þorgils Arasonar við Einar þveræing,
bróður Guðmundar rika. Þvi miður vitum vjer mjög litið
um æfi þeirra Möðruvellinga, sem uppi vóru, þegar sagan
var skrifuð. Til greina geta komið Runólfr Dállvsson, sem
dvaldi um 1174 á Helgafelli, Bunólfr Ketilsson biskups,
sem er talinn með norðlenskum prestum i prestaskránni
í’rá 1143 og deir 1186 (isl. ann.), og er þá munkur,
lik-lega i Þingeiraklaustri hjá Ivára sini sinum, föður Styrmis
fróða, eftir þvi sem Hannes Þorsteinsson hefur sint firstur
manna. Kári var ábóti á Þingeirum 1181—1187. Bæði
Kári og sistursonur hans Ivetill ábóti á Helgafelli, sonur
Hermundar Koðránssonar á Gilsbakka, gætu vel verið
höfundar sögunnar, og þikir mjer Ketill sjerstaklega
lik-legur til þess, þvi að í honum koma saman ættir
Möðru-vellinga (móðurætt Koðráns, Álflieiðr Runólfsdóttir),
Gilsbekkinga (föðurætt Ivoðráns) og Skiðunga (formóðir
Koðráns Gunnhildr, kona Hermundar Illugasonar á
Gils-bakka, dóttir Orms Koðránssonar frá Giljá Eilifssonar
arnar, langafa Barða).2) Ketill ábóti dó 1220, og er
lík-lega fæddur um 1160. Þikir mjer liklegt, að hann hafi á
árunum 1181—7 dvalið i Þingeiraklaustri hjá Kára ábóta,

1) Guðlaugs munks er og getið i viðbæti við Eyrbyggju. — 2) Sbr.
Skirni 1912, 130.—131. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0488.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free