- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
242

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

242

UM ÍSLENDINGASÖGUR

einum stað, enn það er ekki allsendis að marka, þvi að
handrit Vatnsdælu eru ung, og óvist, að tilvitnunin sje
upphafleg. Annars mun jeg minnast á þetta nánar, þegar
jeg kem að Vatnsdælu.

Af þvi að sagan endar á þvi að segja frá jartein
Ólafs konungs, vill Finnur Jónsson ráða, að höfundur
hafi verið klerkur. Það finst mjer djörf áliktun. Slikar
jarteinasögur gengu eigi að eins meðal klerka, heldur og
meðal leikmanna, sem trúðu á þær alt að einu eins og
klerkarnir, t. d. annar eins maður og Sturla Iögmaður
Þórðarson. Þó vil jeg engan veginn fortaka, að höfundur
liafi verið klerkur, enn hann hefur þá verið furðu laus
við alla hleipidóma, og það játar Finnur Jónsson, að
hvergi sje neinn klerkakeimur að orðfæri sögunnar.
Lik-legt þikir mjer, eins og Finni Jónssini, að sagan sje samin
í Húnavatnsþingi. Enn annars vitum vjer ekki neitt um
Iiöfundinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0516.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free