- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
249

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VATNSDÆLA SAGA

249

hverfi af Þóri hróður hans. Og í 46. k. segir Þorkell
krafla við Friðrek hiskup, sem hiður hann láta skirast,
að hann vilji ekki hafa aðra trú enn Þorsteinn
Ingi-mundarson og Þórir fóstri minn. „Þeir trúðu á þann, er
sólina hefir skapat ok öllum hlutum ræðr." Biskup
svarar: „Þá sömu trú boða ek með þeiri grein, at trúa á
einn guð, föður son ok heilagan anda, ok láta skírast i
vatni í hans nafni." Jeg firir mitt leiti legg nú ekki svo
mikið upp úr þvi, þó að höfundurinn láti heiðna menn
trúa á þann, sem sólina hefur skapað; hann getur vel
verið leikmaður firir þvi. Enn það eru orðin i kring, sem
mjer virðast vera prestleg, einkum þó orð Friðreks
bisk-ups. í niðurlagi sögunnar er sagt um Þorkel kröflu, að
hann liafi verið „rétt trúaðr maðr — ok elskaði, sem sá,
er framast elskaði, sannan guð", og ennfremur: „bjóst
Þorkell mjök kristiliga við sinum dauða, þvi at liann var
vel kristinn maðr ok ræktaði vel trú sina". Þessi orð
virðast bersinilega skrifuð af klerki. Enn það er nokkur
vafi á, livort þau og annað, sem klerkakeimur er að i
Vatnsdælu, er upphaflegt i sögunni; það getur verið
komið inn í hana á 14. öldinni, þegar hún var færð i
nijan búning.

Sagan gerist mestöll i Vatnsdal og hjeröðunum þar i
kring i Húnavatnsþingi, og er höfundur þar
gagnkunn-ugur. Allar líkur til, að höfundur hafi verið Húnvetningur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0523.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free