- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
248

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

248

UM ÍSLENDINGASÖGUR

þegar. Kristni saga i sinni núverandi mind er rituð laust
fyrir miðja 13. öld, á dögum Bótólfs biskups (1238—46),
sbr. Kristni sögu, 3. k. niðurl. Ef hún hefur notað
Vatns-dælu, hlítur Vatnsdæla að minsta kosti að vera eldri enn c.
1240, og staðfestir það niðurstöðu þá, sem við komumst
að áður um aldur hinnar upphaflegu Vatnsdælu.

Þá á Vatnsdæla að nokkru leiti sameiginlegt efni við
Finnboga sögu ramma, þar sem er frásögnin frá
viður-eign Ingimundarsona, einkum Þorsteins og Jökuls, við
Finnboga ranima og Berg rakka. Gering liefur i
formál-anum firir Finnboga sögu sinni borið sögurnar
nákvæm-lega saman. Það er óhugsandi, að Vatnsdæla hafi notað
Finnboga sögu, þvi að Finnboga saga er án als efa
tals-vert ingri en Vatnsdæla. Hitt virðist mjer líklegt, að
Finn-boga saga hafi haft firir sjer Vatnsdælu. Missagnir eru
að vísu talsverðar, enn sumar af þeim virðast sprotnar af
þvi, að liöfundur Finnboga sögu hefur af ásettu ráði
vikið frá Vatnsdælu, þar sem honum þótti hún bera
Ingi-mundarsonum of vel eða Finnboga og Bergi of illa
sög-una, og breitt frásögninni sínum söguköppum i vil.

Loks getur Vatnsdæla um bardaga í Hafursfirði og
segir, að hans geti víða i sögum. Að öllum likindum hefur
liöfundurinn haft firir sjer einhverja konungasögu, og
Finnur Jónsson lieldur, að það hafi helst verið Upphaf
ríkis Haralds hárfagra, sem svo er kallað, þvi að þar ber
Haraldr auknefnið Dofrafóstri eins og í Vatnsdælu, og
einstök orð um þennan viðburð, einkum lísingin á
Úlf-hjeðnum Haralds, eru lík i Vatnsdælu og Upphafi, enn
mjer finst likingarnar svo ómerkilegar, að jeg þori ekki
að fullirða neitt.

I orðfæri sögunnar er ímislegt, sem virðist benda til,
að sá, sem það hefur ritað, hafi verið klerkur. í 23 k.
hrósar Þorsteinn föður sinum Ingimundi firir, live vel
bonum hafi farist við Hrolleif, sem vó liann, og bætir
við: „Njóta mun faðir minn þess frá þeim, er sólina hefir
skapt ok allan heiminn, hverr sem sá er, enn þat má vita,
at þat mun nokkurr gert liafa." I 37. k. heitir Þorsteinn
á þann, „er sólina hefir skapat", að berserksgangurinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0522.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free