- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
255

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

BANDAMANNA SAGA

255

verið sonarsonur Þórarins spaka, fóstra Víga-Barða -—
enn hitt er fjarstæða, sem K segir, að hann hafi verið
af Breiðfirðingakini, enda átti Ólafr pái engan son með
því nafni að vitni Laxdælu og Landnámu. Liklegast þikir
mjer, að K-höfundur hafi blandað honum saman annars
vegar við Þorberg son Ólafs pá og hins vegar við Þórarin
goða úr Langadal á Skógarströnd, sem Laxdæla getur um.
Og á þvi getur enginn efi leikið, að M hefur hjer geimt
liið upphaflega, enn K afbakað textann. Annað dæmi þess,
að K-höfundur hefur aukið söguna sakir kunnugleika sins
firir vestan, finst að minni higgju í samtali þeirra Ófeigs
og Gellis á alþingi. Ófeigr spir, hverjir sjeu bestir
kvenn-kostir i hjeraði Gellis. Samkvæmt M svarar Gellir, að
það sjeu dætur Snorra goða og Steinþórs á Evri, enn K
(1210) lætur Gelli auk þess telja dætur Þorgils
Ara-sonar.1) Þessu held jeg að K-höfundur hafi bætt við, af
því að honum hefur þótt það óviðkunnanlegt, að
Reiknes-inga skildi ekki vera getið að neinu. Enn stendur i M, þar
sem sagt er frá andláti Hermundar Illugasonar á
Gils-bakka, að ónefndur prestur frá Siðumúla hafi stumrað ifir
honum i andlátinu,2) enn K nafngreinir prestinn og
seg-ir,3) að það hafi verið Þórðr prestur Sölvason i
Beikja-holti.4) Hjer virðist enn koma fram kunnugleiki
K-höf-undar i nágrannahjeröðum Breiðafjarðar, og higg jeg, að
þessu hafi hann bætt inn, enn M varðveitt frumtextann.
Merkilegt er, að allir þeir þrir viðaukar, sem taldir eru,
miða að þvi, að sina fróðleik höfundarins um ættir
höfð-ingja við Breiðafjörð og i Borgarfirði, og verður eitt ifir
þá alla að ganga. Loks ber að geta þess, að M telur Banda-

1) Eftir K spir Ófeigr first, hverjir ungir menn sjeu vænstir til
höfðingja þar vestra, og svarar Gellir, að það sjeu sinir hinna sömu
höfðingja, Snorra, Þorgils og Steinþórs. Þessi spurning er i rauninni
alveg óþörf og þiðingarlaus i þessu sambandi sem inngangur að
bón-orðinu, er á eftir fer, og virðist vera síðari iauki. Merkilegt er, að
K-höf. virðist ekki hafa haft neinn grun um það, sem Laxdæla segir,
að Gellir væri kvongaður Valgerði, dóttur Þorgils Arasonar. — 2) M
Heusl. 58s. — 3) Cedersch. 1714. — 4) Eflaust = Þórðr Sölvason af
Geitlendingaætt, ættfaðir Reykhyltinga. Sbr. Landn., III. p. 21. k,
Sturl. Oxf. I, 4 (sbr. 25, 190 og 211).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0529.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free