- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
264

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

264

UM ÍSLENDINGASÖGUR

sem virðist vera sniðin eftir Bandamanna sögu sem
firir-mind. Efnið er nauðalíkt, þó að persónurnar sjeu aðrar,
og meðferð efnisins sömuleiðis. Bæði Heusler og Gering,
sem hefur gefið út Ölkofra sögu, eru sammála um, að
Ölkofra saga hafi haft firir sjer Bandamanna sögu, og
leiða að þvi sennileg rök.

Út úr afstöðu Bandamanna sögu við aðrar sögur
verður ekki leidd nein áliktun um aldur hennar, nema að
liún liljóti að vera eldri enn Grettla og Ölkofra saga. Þetta
segir ekki mikið, þvi að Grettis saga er líklega ekki eldri
enn frá birjun 14. aldar, og Ölkofra saga varla eldri enn
frá aldamótunum 1300. Orðfærið er fremur fornlegt og
laust við það rósamál, sem kemst inn með
riddarasög-um. Orð, sem eru útlend að uppruna, eru fá, og ekkert
þvi til firirstöðu frá þeirra hálfu, að sagan sje gömul.1)
Að efni til er sagan lika laus við allan riddarasögublæ.
Af þessum ástæðum finst mjer liklegt, að sagan sje samin
á firri hluta 13. aldar. Það kemur vel heim við þetta,
að M segir i niðurlagi sögunnar, að frá Oddi sjeu komnir
„Miðfirðingar, Snorri Kálfsson ok mart annat
stór-menni", hvort sem lijer er átt við þann Snorra Iválfsson,
sem dó 1175, eða sonarson hans samnefndan, sem virðist
hafa lifað frana á 13. öld.2)

Guðbrandur Vigfússon hneixlaðist á þvi, að málið
gegn Oddi firir að liafa borið fje í dóm skuli eftir sögunni
ekki vera sótt i fimtardómi, þvi að slikt var
fimtardóms-sök að lögum. Enn sagan segir hvergi, að málið liafi
ekki komið firir fimtardóm, heldur lætur það óákveðið,
livort sótt var í fimtardóm eða fjórðungsdóm.3)
Guð-brandur Vigfússon virðist liafa vilst á þvi, að Ófeigr gerir
ráð firir þvi i viðræðu sinni við Egil, að fjórðungsmenn

1) Sbr. Heusler, form. LIX. (XXVIII. og XXXIX.) bls. — 2) Sagan
á eflaust vitS Snorra eldri, sem var i fremri höföinga rötS á sinni tíð.
Kálfr sonur hans (d. 1198) átti marga sonu auk Snorra ingra, og er
Þorgils talinn firir þeim. Hann bir á Mel um 1216 (Sturl. Oxf. I, 229.
bls.). Ef sagan vildi nefna einn af Kálfssonum, þá lá nær að nefna
Þorgils. Sbr. ritg. mina um Avellingagoðorð i Timar. Bókmentf. II,
20.—21. bls. — 3) Sbr. Maurer i Germania, 19. bd.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0538.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free