- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
271

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

BANDAMANNA SAGA

271

grófgerðara. í sennunni lendir alt í rogaskömraum og
hótunum.1)

Uppistaða sögunnar er bláþráðalaus og óslitin frá
upp-hafi til enda. Heusler skoðar allan firri liluta sögunnar,
er segir frá uppgangi Odds og viðureign hans rið Óspak,
sem inngang að hinni eiginlegu sögu, sem birji um leið
og málin koma firir alþingi, og honum finst höfundur
hafa teigt um of úr þessum inngangi með óþörfum
mála-lengingum. Enn mjer finst ekki als kostar rjett að gera
þannig upp milli parta sögunnar. Að visu er það rjett, að
allur firri kaflinn stefnir að þingdeildunum, sem eru
há-mark sögunnar, og má vel kalla frásögnina um þær
meginhluta hennar. Rjett er það og, að firri hlutinn
undir-bir þingdeildasöguna, enn jafnframt hefur hann lika
sjálf-stætt gildi sem lising á lífi fornmanna. Að höfundur
sögunnar hafi sjálfur litið á þetta mál eins og jeg, sinir
sig í niðurlagi sögunnar. Heusler hefur bent á, að
skáld-söguhöfundar vorra tíma mundu hafa lokið máli sinu og
slegið i botninn, þegar búið var að segja frá málalokum á
alþingi og sigri þeirra feðga Ófeigs og Odds. Enn þar
kem-ur á eftir first dálítill kafli um dauða Hermundar
Illuga-sonar og siðar stutt frásögn um afdrif Óspaks. Heusler
sínir, að þessi viðauki er í samræmi við þá venju islenskra
sagnamanna, að taka upp aftur þá þræði, sem þeir höfðu
slept fir i frásögninni, og spinna þá til enda.2) í sennunm
milclu hafði Hermundr haft í hótunum við Egil og gefið
i skin, að hann mundi ráða hann af dögum, í orðunum:
„Þat mynda ek vilja, at vit værim eigi báðir á þingi annat
sumar." Egill skilur þetta svo sem Hermundr hafi hjer
ósjálfrátt spáð sínum eigin dauða firir næsta þing. Venja
islensltra sagnamanna krafðist þess, að siðar i sögunni
væri gerð grein firir, hvort og að live miklu leiti þessi
spásögn varð að áhrinsorðum. Af þvi leiddi, að höfundur
bætti við kaflanum um Hermund, þegar hann hafði leitt

1) Sbr. Heusler: Z-wei Isliindergeschichteii, formálann, LIV.—
LIX. bls. — 2) Heuslcr, Zwei Isliindergesch., form. LII. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0545.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free