- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
278

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

278

UM ÍSLENDINGASÖGUR

Maurers. Þegar vjer öeruni þessa Landnámuútdrætti
saman við handrit þau, sem nú eru til af Landnámu, þá
er það einkennilegt, að þeir koma stundum heim við eitt
Landnámuhandrit, stundum við annað, og stundum við
ekkert þeirra. Þetta sinir, að höfundur liefur haft firir
sjer alveg sjerkennilegt Landnámuhandi’it, frábrugðið
þeim, sem vjer nú höfum. Merkastur af þessum
útdrátt-um úr Landnámu er kaflinn um Úlfljótslög og f
jórðunga-skipun i 1. kap. Vjer liöfum þar til samanburðar kafla
sania efnis i Landnámuhandritunum Melabók og
Hauks-bók og kafla i Flateijarbók, sem er þar skotið inn i
upp-hafið á Þorsteins þætti uxafóts. Þegar vjer berum þennan
kafla A-sögunnar saman við hin liandritin, þá sjáum vjer,
að skrifarinn hefur stundum slept úr af ásettu ráði til að
stitta eða af gáleisi og gerir sig stundum sekan i beinum
villum. Enn hins vegar stiður A sumstaðar rjetta leshætti i
öðrum handritum, og á tveim stöðum kemur það firir, að
A-sagan ein hefur geimt upphaflega leshætti, sem ekki
finnast i neinu af hinum handritunum. Þetta sinir ekki,
að liandrit það, sem sagan hafði firir sjer af Landnámu,
liafi ifirleitt verið eldra eða betra enn þau handrit af
Landnámu, sem vjer nú höfum, heldur hitt, að það hefur
ekki verið kinjað frá neinu því Landnámuhandriti, sem
nú er kunnugt, villur þær, sem eru í þessum kafla
sög-unnar, benda öllu fremur til, að það hafi verið
tiltölu-lega ungt, enn þrátt firir það er það mjög eðlilegt, að það
liafi á stöku stað geimt liið upphaflega, úr þvi að það er
sjálfstætt og óháð hinum handritunum. Þessi niðurstaða
er i góðu samræmi við það, sem áður er sagt um afstöðu
Landnámu-útdráttanna i sögunni við
Landnámu-handrit-in. Samt er Úlfljótslagakaflinn i A bersinilega skildari
Melabók ingri enn hinum handritunum, eins og Maurer
hefur sint. Jeg skal geta þess, að jeg hef um þennan
Úlf-ljótslagakafla skrifað sjerstaka ritgerð, sem að nokkru leili
leiðrjettir þær skoðanir, sem Maurer liafði sett fram um
sama efni í áðurnefndri ritgerð sinni, enn þessi ritgjörð
min er enn óprentuð. Maurer hjelt, að
Landnámuút-drættirnir í A-sögunni væri siðari innskotsgreinar, ingri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0552.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free