- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
300

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

300

UM ÍSLENDINGASÖGUR

sem hjer segir, átti Önundr með Æsu tvo sonu, Þorgeir,
sem siðar var nefndur flöskubakr, og Ófeig gretti, enn
þá andast Æsa, og gengur hann þá að eiga Þórdisi
Þor-grimsdóttur úr Miðfirði og á með henni Þorgrím
liæru-koll. Eftir lát Önundar giftist siðan Þórdis Auðuni skökli
á Ásgeirsá i Viðidal og á með honum son, Asgeir að
Ásgeirsá. Hjer er höfundur bæði i mótsögn við
Land-námu og’ Laxdælu, sem hann liefur haft firir sjer, og er
frásögn hans ekki annað enn tilraun til að koma
þess-um tveim heimildum sínum, sem lijer greinir á, i
sam-ræmi hvorri við aðra. í Landnámu las hann, að Þorgrimr
hærukollr og Ásgeirr æðikollr hefðu verið bræður, sinir
Önundar tréfóts, i Laxdælu, að þeir hefðu verið bræður,
enn sinir Auðunar skökuls. Hvorttveggja gat ekki verið
rjett. Þá hugkvæmist Grettissögu-höfundinum það
þjóð-ráð, að skifta sonunum milli þeirra, eigna Önundi
Þor-grim, Auðuni Ásgeir, enn láta þá vera bræður að
móður-inni. Þess vegna bir hann það til, að Önundr hafi
kvong-ast í annað sinn þessari Þórdisi Þorgrimsdóttur, sem
enginn önnur saga veit neitt um, og átt með henni
Þor-grím, og lætur hana siðar giftast Auðuni og eiga með
honum Ásgeir. Að þessi siðari kona Önundar hafi heitið
Þórdis, getur hann sjer til, af þvi að hann las i
Banda-manna sögu, 2. k., að Þorgrimr hærukollr, sonur hennar,
hefði átt sonardóttur, Þórdísi að nafni, sistur Grettis.1)
Og að hún liafi verið Þorgrímsdóttir, ræður hann af
nafni Þorgríms, sonar hennar, hærukolls. Að Þorgrimr
eldri hafi verið Miðfirðingur og Þórdís skild
Miðfjarðar-Skeggja, álitur hann af því, að Þorgrímr hærukollr flitur
siðan til Miðfjarðar „ok keypti land at ráði Skeggja" (k.
13,1). Um þessa Þórdísi segir sagan enga einkennilega sögu,
sem sini, að nokkrar munnmælasögur hafi um hana gengið.
Hún er ekki annað hjá honum enn „kitti", sem hann
hefur sjálfur búið til, í því skini að binda saman ættirnar
og samrima heimildir sínar. Þetta er bersinilega ekki
annað enn getgáta höfundar, sem ber vott um hugvit

1) Sbr. Grettis sögu, k. 14,3 mcð tilvitnun i Bandamanna sögu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0574.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free