- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
422

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

422

UM ÍSLENDINGASÖGUR

Steingrímr liafi átt Ástriði dóttur Þorbjarnar i Árskógi.
Enn þetta er ekki því til firirstöðu, að sagan liafi bjer
haft firir sjer Landnámu.

Auk þess virðist höfundur Vémundar sögu hafa þekt
og notað Glúmu. Þvi til sönnunar skal jeg taka það fram,
að lísingin á Þorvarði Örnólfssini i k. 1505"08 kemur svo
að segja orðrjett heim við lísing sama mans i Glúmu k.
223"10, og er ljóst, að önnurhvor sagan liafi notað liina.
Jeg set hjer þær greinar, sem likar eru, til samanburðar:

Glúma.

Porvarðr hét maðr
Örn-ólfsson ok son Yngvildar, er
kölluð var allrasystir. Hann bjó
i Kristnesi . . . Þorvarðr var
vitr maðr ok var ])á gamall,
meðallagi góðgjarn .. .

Vémundar saga.

Steingrimr átti þann bróður,
er Þorvarðr hét. Hann var Örnólfs
son ok Yngvildar, er kölluð var
allrasystir. Hann bjó á þeim bæ,
er i Kristnesi heitir. Hann var vitr
maðr, enn miðlungi þótti hann
góðgjarn . ..

Hjer virðist i fljótu bragði ervitt að segja, livor
sagan hefur liaft hina firir sjer, enn líklegra þikir mjer,
að það sje Vémundar saga, sem liefur sótt þetta í Glúmu,
einkum af þvi að þessi grein snertir mjög litið efnið
i Vémundar sögu, þvi að Þorvarðr kemur svo að segja
ekkert við efni sögunnar, sem á eftir fer, er að eins
nefndur lauslega á einum stað við bardagann
gagn-vart Ivroppi (k. 1661) og sinir þar ekki af sjer neina
illgirni. Enn við Glúmu er Þorvarðr töluvert riðinn,
og þar kemur það ljóslega fram i frásögninni, að hann
er „meðallagi góðgjarn", þvi að hann gengur á milli
manna og rægir þá saman. Af þessu virðist mega ráða
með fullri vissu, að lisingin á Þorvarði á uppliaflega
heima i Glúmu og er þaðan komin inn i Vémundar sögu.

Annars hef jeg ekki fundið nein merki þess, að
Vémundar saga liafi notað aðrar sögur eða verið notuð
af öðrum.

Um aldur hennar er það að segja, að hún hlitur að
vera ingri enn Glúma, ef það er rjett, sem jeg hef sínt,
að hún liafi tekið lising Þorvarðs Örnólfssonar eftir
Glúmu. Nú lief jeg leitt rök að þvi, þegar jeg talaði um

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0696.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free