- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
13

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

sinnum ummálsmeira en tunglið sýnist vera frá
jörðinni.

Skammt hjeðan er annar merkilegur staður, sá
staður þar sem aðdráttaröfl jarðarinnar og tunglsins
eru jafnsterk. |>egar vjer erum þangað komnir,
eig-um vjer að eins eptir 5 þús. mílur til tunglsins.
frátt fyrir hinn mikla stærðarmun hnattanna eru
aðdráttaröfl þeirra hjer jafnstór, því að jörðin er svo
fjarri en tunglið nærri. Af þessu leiðir marga
kyn-lega hluti.

Hvaða hlutur, sem vjer leggjum út í geiminn,
bifast ekki, heldur er grafkyrr á sama stað og sígur
hvorki nje hefst, því jörðin togar í hann annars
veg-ar, en tunglið hins vegar, með jöfnum kröptum. Vjer
stígum snöggvast út úr farinu; þjer þurfið ekki að
hika yður við það, nje óttast að þjer drukknið í hinu
botnlausa lopthafi, því þjer hafið misst allan þunga,
og svífið blátt áfram án þess að þurfa fótfestu nje
stuðning. |>jer leggið hattinn yðar og stafinn frá
yður, og þeir hauga liti í geimnum, eins og einhver
ósýnileg hönd haldi þeim uppi. Ferðafólkinu kemur
saman um að snæða hjer miðdagsverð í lausu
lopti. |>jer þurfið ekkert borð. |>jer breiðið
að eins út dúkinn, og hann þokast eigi til, svo
þjer getið sett á hann diska og staup. Allir
skipa sjer nú svífandi umhverfis dúkinn, og jeg efast
eigi um, að öllum komi saman um, að þeir hafi
aldrei setið að máltíð í jafnkynlegum
kringumstæð-um. f>jer hellið víni úr einu staupi, það rennur eigi
burt, heldur dregst saman í einn stóran dropa, sem
svífur. eins og allt annað, óhindraður á sama stað í
hinu auða rúmi. Ferðahugurinn knýr oss áfram,
vjer stígurn aptur á far vort, þjótum af stað, og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Oct 18 17:50:13 2024 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0017.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free