- Project Runeberg -  Förin til Tunglsins /
23

(1884) [MARC] Author: Sophus Tromholt
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vegna þess að ekkert lopt er á tunglinu og um
leið eugin Ijóstvístringur, ber þar eigi annarstaðar
birtu á, en þar sem sólargéislarnir ná beint að;
skugg-arnir eru þess vegna svo svartir, að vjer getum ekki
líkt þeim við neitt á jörðinni. Hvert sem vjer
lít-um, sjáum vjer ýmist ofbirtu eða niðamyrkur, sem
stingur hastarlega í stúf hvað við annað, og það enn
meir sökum þess, að himininn er svartur og myndir
hinna glóbjörtu fjalla, sem eru umhverfis oss í fjarska,
sjást álengdar í himinsortanum. |>etta lítur mjög
ógurlega út fyrir vorum jarðnesku augum. Hið
skæra brennandi Ijós og biksvörtu skuggar, vöntun
alls þess, sem gjörir sveitirnar á jörðinni unaðslegar,
sorti himinsins er sólin skín í heiði um hádegi, hin
algjörða vöntun alls lífs, þar sem ekkert sjest nema
löngu brunnin eldfjöll—allt þetta gjörir útsýnið
ógur-lega eyðilegt og sorglegt. Fjöllin gnæfa upp sem
gróðurlaus björg, á þeim er engin skógarhrísla, engin
snjófönn, enginn jökull í skörðunum og ekkert
snjó-flóð fellur niður eptir brattanum. Niðri á
undir-lendinu sjást eigi dökkgrænir skógar, nje bláir hyljir,
ekki grösugar engjar, nje fljót, er falli í bugðum
yfir landið. Allt er bert og gróðurlaust grjót, og
urðir, eins og gnýpan, sem vjer erum staddir á.

Hvervetna drottnar kyrð og ró. Engan storm,
engan vindblæ leggur yfir landið. A hinum svarta
himni svífur ekkert ský; ekkert regn, engin dögg
vætir jörðina. Hinir brennandi sólargeislar falla beint
niður á björgin, og hita þau ógurlega á hinum 354
tíma langa degi, án þess nokkur kælandi andvari
blási.

Hreyfum vjer eitt af heljarbjörgunum, sem liggja
í kring um oss, sjáum mjer, hvernig þau láta undan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri Oct 18 17:50:13 2024 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/tunglsins/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free