- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
48

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - XVI. Dagdómar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Um barnið hans týnda var áhyggjan ein
                sú ástæða’ er til þess hann dró.“

„Að peningar vinna’ engum vináttu guðs,
                það veit ég svo skýlaust,“ hann kvað;
„En þó finst mér heldur, ég hafi nú reynt
                að hjálpa’ henni alt fyrir það.
Eg finn þó — hver ætlun sem um það er rétt —
                að úrræðum flestum hef beitt; —
Sem „messuföt“ lögð eru’ á líðandi mann,
                ef læknirinn orkar ei neitt.“

„Og róleg til grafar ég gæti’ henni fylgt —
                það gerir nú hver fyrir sig. —
Hver neitar með vissu, að venjan sé hjálp
                og vörn fyrir hana eða mig?
— Af leiðindum hingað úr fjöldanum fram
                ég flúði, að tala’ ykkur við,
Því fólkið þar inni var áhyggjufult
og óskemtílegt eins og þið!“

Við brostum og fórum að berjast við það,
                að breyta um samtalið ögn,
En fjörlausar samþyktir urðu það alt
                um einskisverð mál — eða þögn.


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free