- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
235

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sagt er legði fólkið fram
Fórnir meira en bæri,

Einkum Jefta og Abraham —
Ef þú manst það, kæri!

Mér er ei ant að öfgarnar
Upp á Java sönnum.

Það eru ýktir annmarkar
Eins og frægð á mönnum!

Sný eg út úr? — Einkis manns
Er mót sönnu að hafa.
Ivonungdóm og löggjöf lands
Lýðurinn tók af Java.

Brotið lá alt lögmál lians,

Lokin þessi vonin —

Birtast lét í líki manns
Loksins einkasoninn.

— Engar rengi eg ritningar,
Ragast ekki i slíku —

Flestir heimsins heiðingjar
Hafa trúað líku.

Hlauptu ei burt! Eg hika við
Heimildir með bögur
Osamhljóða um erindið,

Um það skiftast sögur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free