- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
244

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— þitt er mentað aíl og önd,
Eigirðu fram að bjóða:

Hvassan skilning, liaga hönd,
Hjartað sanna og góða.

Frá því marki, manninn þann
Eg mentaðastan dæmdi:

Flest og bezt sem var og vann,
Það vönduðum manni sæmdi.

En i skólum ut’ um lönd
Er sú mentun boðin:

Fátt er skeytt um hjarta og hönd,
Hausinn út er troðinn.

Jafnvel þessi stefna sterk
Stundum heppnast illa —

Það kvað undur örðugt verk
Ýmsra koll að fylla.

Rún er í molum mentun enn,

— Um mína ei eg senni —

Hitt er fjandi að færir menn
Flaska líka á henni.

Eg gat hrifsað henni af
Hratið sem hún vék mér,

Meðan lúinn makrátt svaf,

Meðan kátur lék sér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free