- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
116

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við unnum þér, að hepnast hreim’ að fylla
Meir’ liefta tungu, og ljóðagefna illa.

Um innreið hennar ómabönd þú losar,
Svo ýl og brestir varla merkist þar.

Þér tekst, að hengja hörpu Eólosar
Á hlyninn digra, er flestu rættur var
En lauf og kvist af limi sínu skar,

Og láta blæ, í birkihlíða runnum,

Og báru og fossa, syngja ljóðsins munnum.

1918

Heimfarar-leyfi.

— Til séra Rögnv. Péturssonar. —

I.

Rögnvaldur! Á Fróni fús
Fjarvist þinni eg eiri —

Nú þó verði í vinahús
Vegalengdin meiri —

Hefðir þinni héðanför
Heitið nokkuð annað,

Áttir handviss önnur svör:
Aftekið og bannað!

Þoku og hafís heiði af sér
Hafsins breiðu slóðir,

Allar vastir vaggi þér
Væran, eins og móðir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0122.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free