- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / IV. 1908-1923 /
121

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En þú varðst okkur höfuö-her
Að hverju glöðu miði,

Svo æsku þinni unnum vér,

Þú ungra fyrirliði.

Þó ekkert gangi gneista-flug
Af glysmálssnauðum ljóðum,

Er stuðull hver úr heilum hug
Og hjartans óskum góðum.

Og þótt svo farið söngnum sé,

Þær saman verði ei taldar,

Þá seiði hann að þér fremd og fé
Og fjör til heillar aldar.

Kin beinagrind með brýnda sigð,
Sem blíndi úr skugga á þig,

Sér stakk í gröf, í garðinn stygð,
Og gusar moldum á sig.

Og sízt er feikn, hún fyndi það,

Að fátt um þig sig varðar,

Sem morgunsól nú átt hér að,

Og æsku Skagafjarðar.

1919

Barnasöngur til síra Kjartans Helgasonar.

Fyrst hljómarnir lengra en höndurnar ná,
Og hugvildir leiða þig götuna á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:26 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/4/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free